Rúmlega fjörutíu flóttamenn drukknuðu eftir að gúmmíbátur sökk undan ströndum Sikileyjar í Miðjarðarhafi í dag. Fjórir komust lífs af.
Í frétt BBC kemur fram að um tíu þúsund flóttamönnum hafi verið bjargað frá áramótum af illa búnum og ofhlöðnum bátum sem siglt hefur verið frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Fleiri hundruð hafa drukknað.
Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, hefur biðlað til Evrópusambandsins um aukna aðstoð þannig að betur megi bregðast við auknum straumi flóttafólks sem reynir að komast til Evrópu.
