Sigmundur ætlar ekki að afhenda leyniskýrslurnar í bili Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2015 14:19 Birgitta spurði Sigmund hvort ekki væri tilefni til að hann afhendi þingnefndum leyniskýrslur kröfuhafa ef hann hefur þær undir höndum. Sigmundur sagði lítið mál fyrir þingmenn að nálgast þær. Vísir/Valli/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur eðlilegast að þeir sem skrifuðu leyniskýrslurnar fyrir fulltrúa kröfuhafa verði beðnir um að afhenda þær. Þetta var svar ráðherrans við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, sem spurði Sigmund Davíð á Alþingi í dag hvort honum þætti tilefni til að afhenda leyniskýrslurnar sem hann vitnaði í á landsþingi Framsóknarmanna. Á landsþinginu sagðist Sigmundur Davíð hafa lesið þessar leynisýrslur og sagði fulltrúa kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um málefni kröfuhafa. Sagði hann einnig að í sumum tilfellum hefðu verið gerðar sálgreiningar á þessum aðilum svo kröfuhafarnir gætu áttað sig á því hvernig best sé að eiga við þá. Þá las Sigmundur upp tilvitnun um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni. Síðar kom í ljós að þessi tilvitnun er úr fréttabréfi sem kröfuhafar fá reglulega frá Einari Karli Haraldssyni, almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis en umsöngin um Framsóknarflokkinn er úr pistli eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra.Sjá einnig:Slitastjórnir og kröfuhafar kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Birgitta sagði ljóst að eitthvað af þessum upplýsingum væru úr fréttabréfi Einars Karls en fyrst Sigmundur Davíð hefði undir höndum margumræddar leyniskýrslur spurði hún hvort honum þætti tilefni til að afhenda þær þingnefndum svo fjalla megi um þær innan Alþingis.Sagði auðvelt að leita eftir þessum gögnum Sigmundur svaraði því að hann teldi æskilegt að þingnefnd og raunar sem flestir kynntu sér efni þessara skýrslna. „Þó að sumar þeirra séu kyrfilega merktar „Confidential“ þá held ég að þetta eigi erindi við þingmenn sem eru að meta þessi mál og við hvað er að fást,“ svaraði Sigmundur. Hann sagðist telja æskilegt að menn yrðu sér úti um þessi gögn. „Og það ætti ekki að vera mikið vandamál enda eins og háttvirtur þingmaður nefndir hér á áðan þá eru þeir sem hafa séð um utan um hald þessara mála mörgum þingmönnum vel kunnir og hæg heimatökin að leita eftir þessum gögnum.“„Á ég að leita til Ásmundar“ Birgitta sagðist ekki skilja svar Sigmundar Davíðs. „Á ég þá að leita til háttvirts þingmanns Ásmundar Einars Daðasonar til að fá þessi gögn því hann hefur að hluta átt aðild að því að skapa ákveðinn misskilning um hverjir þvældust mest fyrir þessum slitastjórnum,“ sagði Birgitta. „Mig langar að biðja hæstvirtan ráðherra, fyrst hann hefur séð þessa skýrslu og hefur aðgengi að þeim, hvort það væri ekki lang einfaldast ef ráðuneytið myndi koma þessum skýrslum til viðeigandi nefnda á þinginu eða forsætisnefndar. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því?,“ spurði Birgitta.Liggur beinast við að höfundar afhendi skýrslurnar Sigmundur sagði að hann teldi eðlilegast og einfaldast í ljósi þess að einhverjir þeirra sem hafa skrifað þessar skýrslur hafa gefið sig fram að þeir séu sjálfir beðnir um að afhenda þær. „Það liggur beinast við að þeir afhendi skýrslurnar. Ef þeir eru ekki tilbúnir til þess af einhverjum sökum þá getum við reynt að leita annarra leið svo þingi geti fjallað um þessi mál.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur eðlilegast að þeir sem skrifuðu leyniskýrslurnar fyrir fulltrúa kröfuhafa verði beðnir um að afhenda þær. Þetta var svar ráðherrans við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, sem spurði Sigmund Davíð á Alþingi í dag hvort honum þætti tilefni til að afhenda leyniskýrslurnar sem hann vitnaði í á landsþingi Framsóknarmanna. Á landsþinginu sagðist Sigmundur Davíð hafa lesið þessar leynisýrslur og sagði fulltrúa kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um málefni kröfuhafa. Sagði hann einnig að í sumum tilfellum hefðu verið gerðar sálgreiningar á þessum aðilum svo kröfuhafarnir gætu áttað sig á því hvernig best sé að eiga við þá. Þá las Sigmundur upp tilvitnun um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni. Síðar kom í ljós að þessi tilvitnun er úr fréttabréfi sem kröfuhafar fá reglulega frá Einari Karli Haraldssyni, almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis en umsöngin um Framsóknarflokkinn er úr pistli eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra.Sjá einnig:Slitastjórnir og kröfuhafar kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Birgitta sagði ljóst að eitthvað af þessum upplýsingum væru úr fréttabréfi Einars Karls en fyrst Sigmundur Davíð hefði undir höndum margumræddar leyniskýrslur spurði hún hvort honum þætti tilefni til að afhenda þær þingnefndum svo fjalla megi um þær innan Alþingis.Sagði auðvelt að leita eftir þessum gögnum Sigmundur svaraði því að hann teldi æskilegt að þingnefnd og raunar sem flestir kynntu sér efni þessara skýrslna. „Þó að sumar þeirra séu kyrfilega merktar „Confidential“ þá held ég að þetta eigi erindi við þingmenn sem eru að meta þessi mál og við hvað er að fást,“ svaraði Sigmundur. Hann sagðist telja æskilegt að menn yrðu sér úti um þessi gögn. „Og það ætti ekki að vera mikið vandamál enda eins og háttvirtur þingmaður nefndir hér á áðan þá eru þeir sem hafa séð um utan um hald þessara mála mörgum þingmönnum vel kunnir og hæg heimatökin að leita eftir þessum gögnum.“„Á ég að leita til Ásmundar“ Birgitta sagðist ekki skilja svar Sigmundar Davíðs. „Á ég þá að leita til háttvirts þingmanns Ásmundar Einars Daðasonar til að fá þessi gögn því hann hefur að hluta átt aðild að því að skapa ákveðinn misskilning um hverjir þvældust mest fyrir þessum slitastjórnum,“ sagði Birgitta. „Mig langar að biðja hæstvirtan ráðherra, fyrst hann hefur séð þessa skýrslu og hefur aðgengi að þeim, hvort það væri ekki lang einfaldast ef ráðuneytið myndi koma þessum skýrslum til viðeigandi nefnda á þinginu eða forsætisnefndar. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því?,“ spurði Birgitta.Liggur beinast við að höfundar afhendi skýrslurnar Sigmundur sagði að hann teldi eðlilegast og einfaldast í ljósi þess að einhverjir þeirra sem hafa skrifað þessar skýrslur hafa gefið sig fram að þeir séu sjálfir beðnir um að afhenda þær. „Það liggur beinast við að þeir afhendi skýrslurnar. Ef þeir eru ekki tilbúnir til þess af einhverjum sökum þá getum við reynt að leita annarra leið svo þingi geti fjallað um þessi mál.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44