Viðskipti innlent

Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls eru veitingastaðir Dunkin´ Donuts um 11.300 talsins í 36 löndum.
Alls eru veitingastaðir Dunkin´ Donuts um 11.300 talsins í 36 löndum.
Fyrirtækið Dunkin´Donuts hefur gert sérleyfissamning við íslenska fyrirtækið Drangasker ehf., dótturfélag 10-11, um að hefja undirbúning að opnun veitingastaða á Íslandi. Samningurinn gerir ráð fyrir opnun 16 veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, en flestir þeirra verða á höfuðborgarsvæðinu.

„Nú þegar við höldum áfram með útbreiðslu Dunkin´ Donuts um Evrópu tilkynnum við með ánægju komu okkar til Íslands,“ segir Paul Twohig, forstjóri Dunkin´ Donuts í Bandaríkjunum og Kanada og eins forstjóri Dunkin´Donuts & Baskin-Robbins í Evrópu og Suður-Ameríku.

Í tilkynningu segir hann einnig að forsvarsmenn sérleyfisins, 10-11, búi yfir ríkri reynslu í heimi smásölu og viðskipta þar í landi. „Við hlökkum til að vinna með þeim að því að færa viðskiptavinum okkar víða um land hágæða Dunkin´Donuts mat og drykk.“

Alls eru veitingastaðir Dunkin´ Donuts um 11.300 talsins í 36 löndum. Þar á meðal eru 170 staðir í Evrópu.

„Við erum virkilega spennt fyrir því að geta boðið Íslendingum upp á breitt vöruúrval Dunkin´ Donuts, en staðirnir og veitingarnar njóta eins og flestir vita vinsælda út um allan heim,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11. „Það er okkar tilfinning að hágæða matur og drykkur Dunkin´ Donuts eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar víða um land og hlökkum við til að opna fyrsta veitingastaðinn á Íslandi síðar á árinu.“


Tengdar fréttir

Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands

Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×