Telur erlenda ferðmenn hafa tæmt hraðbanka um síðustu páska Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2015 21:03 Þorsteinn vill skera upp herör gegn ólöglegri gistingu sem hann segir umfangsmikla og mikið mein. visir/stefán Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins flutti ræðu á Alþingi í kvöld þar sem hann upplýsti að ástandið í ferðaþjónustu væri skelfilegt, einkum í því sem varðar ólögleg gistirými. Hann hafði fyrir því margvíslegar heimildir, allt frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar til leigubílstjóra. Til umræðu var frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahaldi. Þorsteinn kvaddi sér hljóðs og kom víða við í ræðu sinni.Herör gegn ólöglegri gistinguÚtgangspunktur Þorsteins var sá að hann telur sig hafa vissu fyrir því að óskráðar gistingar yfir allt árið á höfuðborgarsvæðinu væru verulegar, jafn margar og í hótelherbergjum. Þetta var honum tjáð af rekstraraðila í þeirri grein. Þorsteinn vill að lögreglunni verði fengið fjármagn til að rannsaka málið. „Ég vil hvetja til þess að það verði gerð gangskör í því að lögreglunni verði veitt fjármagn til þess að fara í alvöru eftirlit með þessum óskráðu gistingum. Ef maður fer í AirBnB og flettir þar tekur maður eftir því að mjög skráður hluti sem þar er er á heilsárs basís og hann er óskráður. Ég hef talað við fyrrum félaga mína í lögreglunni spurt þá að því hvort gerlegt sé að halda uppi eftirliti með þessum gististöðum samhliða hefðbundnu eftirliti, eftirlitsakstri og menn hafa fullyrt við mig að það sé alveg hægt. Heimilisföng þessara gistinga liggja fyrir á AirBnB og mér er tjáð það af hálfu forystumanna samtaka ferðaþjónustunnar að SAF hafi sent heimilisfangalista til ráðuneytisins. Mönnum ætti þá að vera hægur vandinn að taka hvert póstnúmer fyrir og ganga úr skugga um það að gistimöguleikar í þessum póstnúmerum séu rétt skráðir og sekta menn sem ekki uppfylla þetta,“ sagði Þorsteinn.Greiðslur sem aldrei sjást hér á landiOg þingmaðurinn hélt áfram: „Ég hef líka ákveðna vissu fyrir því að þessir gististaðir sem ekki eru skráðir taki við kreditkortagreiðslum en séu ekki við neina saminga við innlend kreditkortafyrirtæki. Þeir eru með samninga við kreditkortafyrirtæki erlendis, nota svokallað PayPal-kerfi, það verður til þess að þessar greiðslur sjást aldrei á Íslandi. Og þess vegna hvet ég líka til þess að farið verði út í samvinnu við kreditkortafyrirtækin svo hægt verði að stemma þessa á að ósi. Það er svo ótrúlega vont ástand í þessari grein.“Hraðbankar tæmdirOg Þorsteinn bætti því við og upplýsti að allir hraðbankar tæmdust í Reykjavík yfir páska. Þorsteinn taldi sig vita hvers vegna það hefði komið til: „Ég hvet menn líka til að taka nótis af því að um síðustu páska tæmdust allir hraðbankar í Reykjavík. Og það skyldi þá ekki vera vegna þess, ein ástæðan, að þegar ferðamenn vilja gera upp þá sé þeim sagt að posinn sé bilaður? Og að þetta með öðru hafi valdið því að hraðbankar tæmdust um síðustu páska?“Lögreglumenn fari hús úr húsiÞorsteinn sagðist vilja gera sitt til að frumvarp ráðherra ætti greiða leið í gegnum þingið en ítrekað hvatningu sína til Ragnheiðar Elínar, og vildi að hún tæki höndum saman við innanríkisráðherra, og tryggði ráðherra fjármagn. „Til þess að fara hús úr húsi eftirlit með þessari starfsemi. Það skiptir okkur öll það miklu máli. Ástandið eins og það er núna er óþolandi. Mér finnst eins og við séum að byrja á öfugum enda. Við verðum að ráðast gegn þeim sem eru með heilsársgistingar og fá þá uppá yfirborðið.“ Alþingi Tengdar fréttir Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað Fjórum gistheimilum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað í tengslum við rannsókn lögreglunnar og Ríkisskattstjóra á rekstri gistiheimila án tilskilinna réttinda. 17. september 2014 15:41 Ríkisskattstjóri kannaði um 1.500 fyrirtæki og einstaklinga sem selja þjónustu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði leigu á fjórum íbúðum, í ágúst og september, sem voru leigðar ferðamönnum í gegnum samfélagsmiðla. Eigendurnir gátu ekki framvísað tilskildum leyfum fyrir starfseminni. 18. september 2014 07:00 Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum. 2. apríl 2015 13:59 Föstudagstilvitnunin: Fran Lebowitz um Airbnb Fran Lebowitz er einn af uppáhalds höfundum og viðföngum ritstjórnar Glamour. 27. mars 2015 00:01 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins flutti ræðu á Alþingi í kvöld þar sem hann upplýsti að ástandið í ferðaþjónustu væri skelfilegt, einkum í því sem varðar ólögleg gistirými. Hann hafði fyrir því margvíslegar heimildir, allt frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar til leigubílstjóra. Til umræðu var frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahaldi. Þorsteinn kvaddi sér hljóðs og kom víða við í ræðu sinni.Herör gegn ólöglegri gistinguÚtgangspunktur Þorsteins var sá að hann telur sig hafa vissu fyrir því að óskráðar gistingar yfir allt árið á höfuðborgarsvæðinu væru verulegar, jafn margar og í hótelherbergjum. Þetta var honum tjáð af rekstraraðila í þeirri grein. Þorsteinn vill að lögreglunni verði fengið fjármagn til að rannsaka málið. „Ég vil hvetja til þess að það verði gerð gangskör í því að lögreglunni verði veitt fjármagn til þess að fara í alvöru eftirlit með þessum óskráðu gistingum. Ef maður fer í AirBnB og flettir þar tekur maður eftir því að mjög skráður hluti sem þar er er á heilsárs basís og hann er óskráður. Ég hef talað við fyrrum félaga mína í lögreglunni spurt þá að því hvort gerlegt sé að halda uppi eftirliti með þessum gististöðum samhliða hefðbundnu eftirliti, eftirlitsakstri og menn hafa fullyrt við mig að það sé alveg hægt. Heimilisföng þessara gistinga liggja fyrir á AirBnB og mér er tjáð það af hálfu forystumanna samtaka ferðaþjónustunnar að SAF hafi sent heimilisfangalista til ráðuneytisins. Mönnum ætti þá að vera hægur vandinn að taka hvert póstnúmer fyrir og ganga úr skugga um það að gistimöguleikar í þessum póstnúmerum séu rétt skráðir og sekta menn sem ekki uppfylla þetta,“ sagði Þorsteinn.Greiðslur sem aldrei sjást hér á landiOg þingmaðurinn hélt áfram: „Ég hef líka ákveðna vissu fyrir því að þessir gististaðir sem ekki eru skráðir taki við kreditkortagreiðslum en séu ekki við neina saminga við innlend kreditkortafyrirtæki. Þeir eru með samninga við kreditkortafyrirtæki erlendis, nota svokallað PayPal-kerfi, það verður til þess að þessar greiðslur sjást aldrei á Íslandi. Og þess vegna hvet ég líka til þess að farið verði út í samvinnu við kreditkortafyrirtækin svo hægt verði að stemma þessa á að ósi. Það er svo ótrúlega vont ástand í þessari grein.“Hraðbankar tæmdirOg Þorsteinn bætti því við og upplýsti að allir hraðbankar tæmdust í Reykjavík yfir páska. Þorsteinn taldi sig vita hvers vegna það hefði komið til: „Ég hvet menn líka til að taka nótis af því að um síðustu páska tæmdust allir hraðbankar í Reykjavík. Og það skyldi þá ekki vera vegna þess, ein ástæðan, að þegar ferðamenn vilja gera upp þá sé þeim sagt að posinn sé bilaður? Og að þetta með öðru hafi valdið því að hraðbankar tæmdust um síðustu páska?“Lögreglumenn fari hús úr húsiÞorsteinn sagðist vilja gera sitt til að frumvarp ráðherra ætti greiða leið í gegnum þingið en ítrekað hvatningu sína til Ragnheiðar Elínar, og vildi að hún tæki höndum saman við innanríkisráðherra, og tryggði ráðherra fjármagn. „Til þess að fara hús úr húsi eftirlit með þessari starfsemi. Það skiptir okkur öll það miklu máli. Ástandið eins og það er núna er óþolandi. Mér finnst eins og við séum að byrja á öfugum enda. Við verðum að ráðast gegn þeim sem eru með heilsársgistingar og fá þá uppá yfirborðið.“
Alþingi Tengdar fréttir Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað Fjórum gistheimilum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað í tengslum við rannsókn lögreglunnar og Ríkisskattstjóra á rekstri gistiheimila án tilskilinna réttinda. 17. september 2014 15:41 Ríkisskattstjóri kannaði um 1.500 fyrirtæki og einstaklinga sem selja þjónustu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði leigu á fjórum íbúðum, í ágúst og september, sem voru leigðar ferðamönnum í gegnum samfélagsmiðla. Eigendurnir gátu ekki framvísað tilskildum leyfum fyrir starfseminni. 18. september 2014 07:00 Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum. 2. apríl 2015 13:59 Föstudagstilvitnunin: Fran Lebowitz um Airbnb Fran Lebowitz er einn af uppáhalds höfundum og viðföngum ritstjórnar Glamour. 27. mars 2015 00:01 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað Fjórum gistheimilum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað í tengslum við rannsókn lögreglunnar og Ríkisskattstjóra á rekstri gistiheimila án tilskilinna réttinda. 17. september 2014 15:41
Ríkisskattstjóri kannaði um 1.500 fyrirtæki og einstaklinga sem selja þjónustu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði leigu á fjórum íbúðum, í ágúst og september, sem voru leigðar ferðamönnum í gegnum samfélagsmiðla. Eigendurnir gátu ekki framvísað tilskildum leyfum fyrir starfseminni. 18. september 2014 07:00
Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum. 2. apríl 2015 13:59
Föstudagstilvitnunin: Fran Lebowitz um Airbnb Fran Lebowitz er einn af uppáhalds höfundum og viðföngum ritstjórnar Glamour. 27. mars 2015 00:01