Innlent

Sjúklingar í gíslingu vegna kjarabaráttu

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Hinrik A. Hansen.
Hinrik A. Hansen.
Hinrik A. Hansen sem er með heilaæxli sakar verkalýðsfélög, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir.

Neyðarástand hafi skapast á sjúkrahúsum landsins vegna þess að þetta sé látið viðgangast.

Hann er farinn að sýna einkenni sem benda til þess að æxlið sé farið að stækka, úr því þurfi að skera með myndatöku en honum hafi verið vísað frá verkfallsins. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að bráðatilfellum sé sinnt. Meðan sjúkrahúsið forgangsraði sjúklingum eftir því hvort þeir séu í bráðum vanda eða ekki sé verið að láta fólk bíða. „Þetta á ekki bara við um mig,“ segir Hinrik. „Fullt af öðrum sjúklingum bíða í örvæntingu sinni. Það er búið að fresta nítján hjartaþræðingum.Hann segir að enginn geti haldið því fram að þetta stefni ekki lífi fólks í hættu.“

Hann segir að ef þetta snerist um peninga en ekki líf og þjáningar fólks væri búið að setja lög á verkfallið. „Ef þetta væru flugmenn eða flugvirkjar væru sett á þetta lög, en þegar um lífið er að tefla er það ekki álitið jafn alvarlegt.“


Hann segir ekki eðlilegt að sjúklingar þurfi að líða fyrir það, að einhverjir séu að sækja sér kjarabætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×