Tugmilljarða framkvæmdir í borginni á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2015 19:15 Ferðaþjónustan hefur dregið vagninn í atvinnumálum borgarinnar. 35 milljarðar í uppbyggingu hótela á þessu ári og næsta auk annarra framkvæmda upp á milljarða króna. vísir/valli Miklum samdrætti sem varð í framkvæmdum í Reykjavík eftir hrun er lokið því áætlanir eru uppi um tugmilljarða framkvæmdir á þessu ári. Borgarstjóri segir ferðaþjónustuna mikilvæga í endurreisninni eftir hrun en að mjög fjölbreytt verkefni séu framundan. Á opnum kynningarfundi borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun kom fram að gríðarlegar framkvæmdir eru framundan í borginni á þessu ári, á vegum borgarinnar sjálfrar en ekki hvað síst á vegum einkaaðila. Það vekur athygli að það er ferðaþjónustan sem heldur áfram að draga vagninn eins og öll árin eftir hrun. „Reykjavík mun draga hagvöxt á Íslandi alla vegna næstu fimm til tíu ár sýnist okkur. Í fyrsta lagi eru þetta miklar fjárfestingar í hótelum og ferðaþjónustu. Um fimmtán hundruð herbergi sem eru að klárast eða fara af stað á þessu ári og næsta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þar af 817 hótelherbergi á þessu ári víðs vegar um miðborgina og segir borgarstjóri að ákveðið hafi verið að takmarka hótelrými við 23 prósent húsnæðis í Kvosinni og til greina komi að takmarka það einnig við Laugaveginn. Fjárfestingin í hótelum á þessu ári og næsta er um 35 milljarðar króna. Í öðru lagi segir borgarstjóri miklar framkæmdir framundan í þekkingariðnað í tengslum við háskólana og Landsspítalann. „Í þriðja lagi eru mjög mörg ný verkefni að koma inn á hafnarsvæðin. Það eru mjög stórar tölur þar ef allt gengur eftir og við erum líka að vinna í haginn fyrir grænan iðnað á nýjum atvinnusvæðum,“ segir borgarstjóri. Þá séu einkaaðilar með í bígerð fjölda íbúða víðs vegar um borgina þar sem byggð verði þéttt og þar komi borgin sums staðar að málum varðndi félagslégt húsnæði og leiguhúsnæði og sömuleiðis verði miklar framkvæmdir við skóla og tómstundahúsnæði sem og gatnakerfið. En borgin ein og sér mun framkvæma fyrir tæpa tíu milljarða á þessu ári.Fyrir hrun var talað um kranahagfræði, þar sem fjöldi byggingarkrana gat gefið vísbendingu um ofþennslu. Er engin hætta á henni í framkvæmdum nú? „Jú, það er alltaf hætta á því. Þess vegna er svona fundur svo mikilvægur. Við erum að gefa upplýsingar um það sem er í pípunum til að við getum öll tekið betri ákvarðanir,“ segir Dagur.Um átta þúsund aðilar stunda ferðaþjónustu í borginni og hvergi hefur störfum fjölgað eins mikið og tekjur aukist með sama hætti.Má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað Reykjavík út úr kreppunni? „Hún var eitt af því, alveg klárlega. En ég vil samt ekki gera lítið úr því að öll fyrirtækin í borginni þurftu að hugsa sitt og fara í gegnum ákveðna endurskipulagningu. Við erum öll að koma út úr ákveðnu fjárfestinga- og framkvæmdastoppi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Miklum samdrætti sem varð í framkvæmdum í Reykjavík eftir hrun er lokið því áætlanir eru uppi um tugmilljarða framkvæmdir á þessu ári. Borgarstjóri segir ferðaþjónustuna mikilvæga í endurreisninni eftir hrun en að mjög fjölbreytt verkefni séu framundan. Á opnum kynningarfundi borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun kom fram að gríðarlegar framkvæmdir eru framundan í borginni á þessu ári, á vegum borgarinnar sjálfrar en ekki hvað síst á vegum einkaaðila. Það vekur athygli að það er ferðaþjónustan sem heldur áfram að draga vagninn eins og öll árin eftir hrun. „Reykjavík mun draga hagvöxt á Íslandi alla vegna næstu fimm til tíu ár sýnist okkur. Í fyrsta lagi eru þetta miklar fjárfestingar í hótelum og ferðaþjónustu. Um fimmtán hundruð herbergi sem eru að klárast eða fara af stað á þessu ári og næsta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þar af 817 hótelherbergi á þessu ári víðs vegar um miðborgina og segir borgarstjóri að ákveðið hafi verið að takmarka hótelrými við 23 prósent húsnæðis í Kvosinni og til greina komi að takmarka það einnig við Laugaveginn. Fjárfestingin í hótelum á þessu ári og næsta er um 35 milljarðar króna. Í öðru lagi segir borgarstjóri miklar framkæmdir framundan í þekkingariðnað í tengslum við háskólana og Landsspítalann. „Í þriðja lagi eru mjög mörg ný verkefni að koma inn á hafnarsvæðin. Það eru mjög stórar tölur þar ef allt gengur eftir og við erum líka að vinna í haginn fyrir grænan iðnað á nýjum atvinnusvæðum,“ segir borgarstjóri. Þá séu einkaaðilar með í bígerð fjölda íbúða víðs vegar um borgina þar sem byggð verði þéttt og þar komi borgin sums staðar að málum varðndi félagslégt húsnæði og leiguhúsnæði og sömuleiðis verði miklar framkvæmdir við skóla og tómstundahúsnæði sem og gatnakerfið. En borgin ein og sér mun framkvæma fyrir tæpa tíu milljarða á þessu ári.Fyrir hrun var talað um kranahagfræði, þar sem fjöldi byggingarkrana gat gefið vísbendingu um ofþennslu. Er engin hætta á henni í framkvæmdum nú? „Jú, það er alltaf hætta á því. Þess vegna er svona fundur svo mikilvægur. Við erum að gefa upplýsingar um það sem er í pípunum til að við getum öll tekið betri ákvarðanir,“ segir Dagur.Um átta þúsund aðilar stunda ferðaþjónustu í borginni og hvergi hefur störfum fjölgað eins mikið og tekjur aukist með sama hætti.Má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað Reykjavík út úr kreppunni? „Hún var eitt af því, alveg klárlega. En ég vil samt ekki gera lítið úr því að öll fyrirtækin í borginni þurftu að hugsa sitt og fara í gegnum ákveðna endurskipulagningu. Við erum öll að koma út úr ákveðnu fjárfestinga- og framkvæmdastoppi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira