Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. apríl 2015 12:00 Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. Vísir/Ernir Ekki er vitað til þess að slys hafi áður orðið við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Í gær voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna var vakinn til meðvitundar með endurlífgunaraðgerðum en hinum er enn haldið sofandi í öndunarvél, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir aðspurð að málið sé til skoðunar hjá bænum en enn hafi ekki fundist nein gögn um að slys hafi átt sér stað við stífluna. Hún var upphaflega byggð árið 1906 en svo endurbyggð hundrað árum síðar, árið 2006. „Í gær var strax byrjað að tæma lónið, að hleypa vatni úr því. Í morgun hefur okkar starfsfólk verið á vettvangi og lögreglan líka að rannsaka slysstaðinn,“ segir hún um stöðu málsins í dag. Unnið er að því að að finna leiðir til að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi geti átt sér stað aftur. Engar kvartanir hafa heldur borist bænum vegna stíflunnar en svæðið í kringum hana er opið og er greitt aðgengi að henni og fossinum. Eftir að slysið átti sér stað hefur nokkur umræða sprottið upp þar sem íbúar bæjarins tala um stífluna sem slysagildru. Steinunn staðfestir þó að bærinn hafi ekki fengið neinar athugasemdir. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekki er vitað til þess að slys hafi áður orðið við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Í gær voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna var vakinn til meðvitundar með endurlífgunaraðgerðum en hinum er enn haldið sofandi í öndunarvél, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir aðspurð að málið sé til skoðunar hjá bænum en enn hafi ekki fundist nein gögn um að slys hafi átt sér stað við stífluna. Hún var upphaflega byggð árið 1906 en svo endurbyggð hundrað árum síðar, árið 2006. „Í gær var strax byrjað að tæma lónið, að hleypa vatni úr því. Í morgun hefur okkar starfsfólk verið á vettvangi og lögreglan líka að rannsaka slysstaðinn,“ segir hún um stöðu málsins í dag. Unnið er að því að að finna leiðir til að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi geti átt sér stað aftur. Engar kvartanir hafa heldur borist bænum vegna stíflunnar en svæðið í kringum hana er opið og er greitt aðgengi að henni og fossinum. Eftir að slysið átti sér stað hefur nokkur umræða sprottið upp þar sem íbúar bæjarins tala um stífluna sem slysagildru. Steinunn staðfestir þó að bærinn hafi ekki fengið neinar athugasemdir.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51
Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00
Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47