Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 75-66 | Keflavík í lokaúrslit, sópurinn á loft Árni Jóhannsson skrifar 14. apríl 2015 18:05 Vísir/Valli Keflvíkingar spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þetta árið. Það kom í ljós þegar þær unnu Hauka í hörkuleik fyrr í kvöld, 75-66. Bæði lið seldu sig dýrt og var mikið jafnvægi í leiknum og gríðarleg barátta sem ber að hrósa báðum liðum fyrir. Haukar þurfa samt sem áður að bíta í eplið súra og ljúka leik þennan veturinn. Keflavík byrjaði leikinn örlítið betur og átti fyrsta sprett leiksins þegar þær skoruðu sjö stig sem Haukar náðu ekki að svara og komu sér í 11-4 þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar. Haukar náðu með mikilli elju að naga það forskot niður í tvö stig, 13-11, Keflvíkingar tóku þá annan sprett sem skilaði fimm stiga forskoti sem var svarað með sjö stiga sprett frá Haukum sem jöfnuðu metin þegar um mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Carmen Tyson Thomas skoraði seinustu körfu fjórðungsins en það var þriggja stiga karfa og fóru liðin á bekkinn í stöðunni 22-19 fyrir Keflavík. Skipun þjálfaranna var að selja sig dýrt í vörninni og náðu bæði lið að fylgja þeim skipunum eftir með góðum árangri. Því til dæmis var Keflavík búið að tapa 9 boltum í hálfleik á móti 13 hjá Haukum. Annar fjórðungur var í gífurlegu jafnvægi og svöruðu liðin sprettum hvors annars þannig að hvorugt liðið náði að slíta sig meira en fjórum stigum frá hvoru öðru. Leikmenn liðanna fórnuðu nánast lífi og limum í baráttu um boltann á milli þess sem flott tilþrif í vörninni voru sýnd. Varnarleikur beggja liða skilaði þeim góðum sóknarlotum en eins og áður segir var nánast ekkert á milli liðanna í fyrri hálfleik. Heimakonur voru þó með tveggja stiga forskot þegar gengið var til búningsklefa 38-36. Haukar áttu séns á lokaskotinu í hálfleik sem þær nýttu ekki þar sem Thomas náði að stela boltanum en hún klikkaði á auðveldu sniðskoti sem var nokkuð skrýtið. Haukar fengu þá lokaskotið eftir allt saman en það vildi ekki í. Carmen Tyson-Thomas og Sylvía Háfldánardóttir voru atkvæðamestar í hálfleik en báðar höfðu þær skorað 14 stig fyri sín lið. Sama sagan var í seinni hálfleik, það er að segja leikurinn var í gífurlega miklu jafnvægi. Varnir liðanna voru harðar og á löngum köflum gekk báðum liðum erfiðlega að finna körfuna utan af velli. Samtals var búið að skora níu stig þegar þriðji fjórðungur var hálfnaður en heimakonur höfðu skorað sjö af þeim stigum. Þá tók Lele Hardy við og gekk nánast úr mannlegum ham. Hún sá um stigaskor Haukanna að miklu leyti en af 14 stigum gestanna skoraði Hardy 12 og hirti sjö fráköst. Það var samt sem ekki nóg til að Haukarnir gátu slitið sig frá Keflvíkingum en gestirnir náðu þó forskotinu þegar þriðji leikhluta lauk, 49-50. Seinasti fjórðungurinn var með svipuðu sniði og sá þriðji en erfiðlega gekk að finna körfuna og var staðan 9-6 í fjórðungnum fyrir heimakonur þegar leikhlutinn var hálfnaður. Lele Hardy leiddi vagninn fyrir gestina en fékk því miður ekki næga hjálp frá liðsfélögum sínum í sóknarleiknum en varnarlega voru allir leikmenn að standa sig vel á vellinum. Liðin skiptust á forskotinu ótt og títt í fjórða leikhlutanum og var spennan gífurleg. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá mistókst Haukum að auka forskot sitt í þrjú stig en þá rataði sniðskot ekki rétta leið. Heimakonur nýttu sér það til fullnustu, skoruðu fimm stig í röð og komust fjórum stigum yfir með eina og hálfa mínútu eftir. Keflvíkingar beittu skynseminni og þurftu Haukar að byrja að brjóta á leikmönnum Keflvíkinga til að lengja leikinn en heimakonur héldu haus á vítalínunni og settu niður þau víti sem þurfti. Sigrinum sigldu heimakonur í heimahöfn en leikurinn endaði 75-66. Leikurinn var leikinn af mikilli hörku og baráttu og má því til dæmis nefna að forystan skipti samtals 17 sinnum um hendur ásamt því að 10 sinnum var jafnt á öllum tölum. Atkvæðamestu leikmenn liðanna voru þær Carmen Tyson-Thomas með 29 stig og 12 fráköst fyrir Keflavík og Lele Hardy fyrir Haukana en hún átti skrímslaleik þar sem hún skoraði 37 stig og tók 20 fráköst. Það dugði samt ekki til en hún átti ekki skilið að fara í sumarfrí í kvöld. Keflvíkingar leika því til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn þetta árið og eru vel að því komnar en þær unnu einvígið 3-0.Ívar Ásgrímsson: Lítil atriði sem kosta okkur leikinn Þjálfari Hauka var ánægður með frammistöðu sinna leikmanna í kvöld en fannst samt að Lele Hardy hafi vantað meiri aðstoð í sóknarleiknum. „Stelpurnar voru allar að leggja sig fram og varnarlega voru þær að gera ágætis hluti. Sóknarlega vantaði aðstoð við Lele, sem var stórkostleg í kvöl og mjög sárt að hún hafi þurft að tapa eftir svona frammistöðu. Vandamálið er það að við fáum ekki nema sex stig frá örðum leikmönnum en Lele Hardy í seinni hálfleik og er það að kosta okkur leikinn í dag. Það eru bara ekki nógu margar að stíga upp sóknarlega í dag.“ „Þær voru samt að leggja sig fram í kvöld en við erum með nýtt lið í höndunum þannig að þær fá gríðarlega reynslu af þessu einvígi. Við töpum tveimur gríðarlega jöfnum leikjum fyrir Keflavík sem er gríðarlega sterkt lið. Því miður vantaði okkur smá orku í lokin til að klára þetta. Það var til dæmis mjög dýrt að missa sniðskot sem hefði komið okkur þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Það eru lítil atriði sem kosta okkur sigurinn.“ Ívar var beðinn um að gera tímabilið upp í fljótu bragði og sagði: „Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum en við misstum fimm stelpur sem voru í 26 manna úrtaki fyrir landsliðið og höfum lent í miklum meiðslum einnig. Við erum með ungt lið og stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og stóðu þær sig gríðarlega vel í vetur og var ég að byggja nýtt lið hérna. Mínu hlutverki með þessar stelpur er lokið og nýr þjálfari tekur við en ég held að ég skili af mér góðu búi eftir þetta tímabil.“ Ívar var spurður hvort sú ákvörðun að hætta með kvennaliðið væri óvænt: „Nei ég ákvað það um jólin að það væri of mikið að vera með tvö lið og það færi ekki saman. Bæði lið komast í undanúrslit sem er náttúrulega frábær árangur en mér finnst það ekki fara saman að vera með bæði liðin.“Sigurður Ingimundar: Stelpurnar eru ferskar og spenntar og eru tilbúnar í næsta verkefni Þjálfari Keflavíkur er því ekki óvanur að fara með lið í lokaúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og var hann spurður hvort að tilfinningin vær samt ekki alltaf jafn góð. „Jú að sjálfsögðu, það er alltaf gaman að komast í lokaúrslit og gott hjá þeim að vinna þennan leik því Haukar voru fannst mér frábærar í kvöld á meðan við vorum ekkert sérstakar nema kannski í restina á leiknum. Þannig að ég er mjög ánægður með þetta.“ „Við tókum mjög mörg sóknarfráköst í leiknum í kvöld og voru að missa boltann sjaldnar en við höfum verið að gera undanfarið. Þegar það laga þá verður þetta bara betra.“ Sigurður var því næst spurður hvort það skipti einhverju máli hverjum stelpurnar hans mættu í lokaúrslitunum. „Það skiptir engu máli og kemur bara í ljós. Nú leikum við okkur með þetta aðeins og það er vika í þetta þannig við tökum þessu bara rólega og getum skoðað þá sem komast í úrslitin. Það skiptir samt ekki máli fyrir okkar lið að við höfum klárað þetta einvígi fljótt. Stelpurnar eru ferskar og spenntar og eru tilbúnar í næsta verkefni.“4. leikhluti | 75-66: Carmen kláraði leikinn á vítalínunni og heimakonur eru á leiðinni í úrslit. Svakalegur leikur. Takk fyrir mig.4. leikhluti | 73-64: Carmen Tyson-Thomas fer langleiðina með þetta hérna. Skorar og fær villu, vítið fer niður og tekið er leikhlé þegar 25 sek eru eftir.4. leikhluti | 70-64: Það er rosaleg spenna hér, bæði lið eru að klúðra sóknum og núnar byrja Haukar að brjóta til að lengja leikinn. Það eru 49 sek. eftir. Tvö víti rata ofan í hjá Keflavík.4. leikhluti | 68-64: Gríðarlega mikilvægt sóknarfrákast sem Thomas tók fyrir Keflavík. Það skilar sér í körfu og 4 stiga forskoti þegar 1:32 eru eftir.4. leikhluti | 66-64: Þrjú víti af fjórum rata heim hjá heimakonum og forskotið hjá Keflavík eins og er. 2:36 eftir.4. leikhluti | 63-64: Lele Hardy er gengin úr mannlegum ham hér. Hún ætlar ekki í sumarfrí það er nokkuð ljóst, þristur rataði heim frá henni, 35 stig frá henni og Haukar eru með forskotið. 2:47 eftir.4. leikhluti | 63-61: Lele Hardy skorar og fær villu að auki. Vítið ratar ekki rétta leið Keflvíkingar bruna upp og skora og halda forskotinu. Leikhlé tekið þegar 3:14 eru eftir.4. leikhluti | 61-59: Fjögurra stiga spretti heimakvenna er svarað með þrist eftir leikhlé og aftur skiptir forystan um hendur. Hún helst þó ekki lengi því Keflvíkingar svara með sínum eigin þrist og komast aftur yfir. 4:16 eftir.4. leikhluti | 58-56: Aftur skorar Hardy flautu körfu þegar skotklukkan er alvega að brenna út. Keflvíkingar svara því síðan með tveimur körfum og Haukar taka leikhlé þegar 5:15 eru eftir. Þetta er alveg ægilega spennandi enda mikið í húfi.4. leikhluti | 54-53: Það er skipst á körfum þannig að Keflvíkingar halda einu stigi í forskot. 6:09 eftir.4. leikhluti | 52-51: Það er komin karfa utan af velli en það hafði gengið erfiðlega fyrir bæði lið að finna körfuna utan af velli. Heimakonur eru komnar yfir og jafnvægið heldur áfram í TM-höllinni. 7:25 eftir.4. leikhluti | 49-51: Haukar klúðruðu tveimur vítum, náðu sóknarfrákasti sem var vel gert en náðu ekki að nýta það. Þær vinna síðan boltann og Sylvía Hálfdánardóttir fær mikinn skell á hnéið um leið og hún fær villu. Eitt víti ratar rétta leið og ég vona að hún nái að klára leikinn en hún virtist sárþjáð. Villurnar eru að verða harðari eftir því sem líður á leikinn. 8:12 eftir.4. leikhluti | 49-50: Seinasti fjórðungurinn er hafinn og enn eru heimakonur ekki að finna körfuna jafnvel þó þær fái tvö tækifæri í sókn. 9:30 eftir.3. leikhluti | 49-50: Lele Hardy tók yfir þennan þriðja leikhluta. Af 14 stigum Hauka skoraði hún 12 stig, varði skot og hirti sjö fráköst. Það dugir þó ekki til að slíta sig frá Keflvíkingum en Haukar leiða með einu stigi eftir þrjá leikhluta. Það er eins og áður segir gífurlegt jafnræði með liðunum.3. leikhluti | 47-48: Undanfarin andartök hafa hleypt miklu lífi í aðdáendur og Lele Hardy er að finna sig betur og betur. Það eru fínar fréttir fyrir gestina en hún er komin með 10 stig í seinni hálfleik. 2 mín. eftir.3. leikhluti | 45-46: Dæmd var tæknivilla á heimakonur og verð ég að viðurkenna að ég veit ekki fyrir hvað. Það var lítið grunsamlegt á seyði og ég náði ekki útskýringu dómarans enda mikið karpað um þetta. Haukar nýttu sér þetta. Minnkuðu muninn í tvö stig með því að nýta vítið og sóknina sem þær fengu eftir, stálu síðan boltanum og komust yfir með þriggja stiga skoti frá Hardy. Hamagangur hér. 3:30 eftir.3. leikhluti | 45-40: Jæja, heimakonur finna körfuna og það þurfti þrist til. Hardy svarar með flautukörfu en skotklukkan rann út um leið og hún sleppti boltanum. 5:15 eftir.3. leikhluti | 42-38: Enn er vesen á liðunum að finna körfuna, varnarleikurinn er góður. Þetta er magnað. 6:12 eftir.3. leikhluti | 42-38: Það er skipst á körfum. Báðum liðum hefur þó gengið erfiðlega að finna körfuna undanfarin andartök ásamt því að tapa boltum. Enn jafnvægi í þessu. 7:40 eftir.3. leikhluti | 40-36: Seinni hálfleikur er hafinn. Heimakonur byrja á því að stela boltanum, ná sóknarfrákasti eftir misnotað skot, fá villu og skora úr tveimur vítum. Pressuvörnin heldur svo áfram. 9:39 eftir.2. leikhluti | 38-36: Það er kominn hálfleikur. Haukar áttu séns á lokaskotinu sem þær nýttu ekki þar sem Thomas náði að stela boltanum en hún klikkaði á auðveldu sniðskoti sem var nokkuð skrýtið. Haukar fengu þá lokaskotið eftir allt saman en það vildi ekki í. Leikurinn er í fínu jafnvægi en heimakonur leiða með tveimur stigum.2. leikhluti | 38-36: Leikhlé tekið þegar 13 sek. eru eftir. Haukar unnu boltann af Keflvíkingum eftir að hafa geigað á sókn en Ívar vill leggja á ráðin um lokaskotið.2. leikhluti | 38-36: Haukar fara illa að ráði sínu eftir að hafa unnið boltann. Gátu jafnað en kasta boltanum út af. Keflvíkingar héldu í sókn en Haukar unnu boltann aftur. 35 sek eftir.2. leikhluti | 38-34: Pressuvörn Keflvíkinga er að koma Haukum í allskonar klandur og er það nýtt í því að auka forskotið í fjögur stig þegar 2:15 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 33-32: Þessi leikur er rosalegur þessa stundina. Keflavík var með eitt stig í forskot en leikmenn eru að fórna líkama sínum í þetta með því að fleygja sér í gólfið og lenda í samstuði við hvorn annan í baráttunni um boltann.2. leikhluti | 29-32: Aftur komast Haukar yfir. Skipunin hefur verið hjá báðum liðum að selja sig dýrt í vörninni og liðin fara eftir því. Hardy ver skot með miklum tilþrifum og Sylvía Hálfdánardóttir nær sér í víti. Annað vítið fer niður og munurinn er þrjú stig þegar 4:30 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 29-27: Gamla kempan Birna Valgarðs. kom heimakonum aftur yfir og Haukar taka leikhlé. Þetta gengur í bylgjum. Bæði lið eru að tapa dálítið af boltum og nær andstæðingurinn þá að taka sprett í stigaskori, leikurinn er í fínu jafnvægi. 5:22 eftir.2. leikhluti | 27-27: Leikhléið hafði tilætluð áhrif í því að heimakonur náðu boltanum strax aftur en misnotuðu sókn sína. Haukar náðu ekki að nýta sína sókn en unnu boltann aftur og juku því muninn í þrjú stig unnu boltann síðan aftur en náðu ekki að auka muninn meira. Carmen Thomas náði þá að skora og fá villu að auki og fór vítið rétta leið og því er jafnt aftur. Þetta er stórskemmtilegt. 5:45 eftir.2. leikhluti | 24-25: Haukar komast yfir en Hardy stal boltanum með því að hlaupa inn í sendingu og fá auðvelt sniðskot. Keflavík tapar síðan boltanum og Siggi Ingimundar er ekki lengi að taka leikhlé. Þetta er ekki honum að skapi. 7:15 eftir.2. leikhluti | 22-22: Haukar láta ekki bjóða sér það tvisvar, Lele Hardy neglir niður þrist og aftur er jafnt. 9:15 eftir.2. leikhluti | 22-19: Annar fjórðungur er hafinn og Keflvíkingar áttu fyrstu sókn sem geigaði þrátt fyrir tvö tækifæri heimakvenna. 9:35 eftir.1. leikhluti | 22-19: Leikhlutanum er lokið og gerðist ansi mikið seinustu mínútuna. Haukar jöfnuðu metin en strax náði Thomas að setja niður þrist fyrir heimakonur sem freistuðu þess síðan að fár seinasta skotið í fjórðungnum en Haukar stálu boltanum og fengu tvö vítaskot sem hvorugt fór niður. Thomas reyndi flautukörfu en skotið geigaði og heimakonur með þriggja stiga mun í leikhléi.1. leikhluti | 19-17: Fimm stig í röð frá Haukum og munurinn fer aftur niður í tvö stig. 1:28 eftir.1. leikhluti | 17-12: Haukar eru að tapa boltanum dálítið núna í sókninni og heimakonur nýta sér það og koma muninum upp í fimm stig þegar 2:32 eru eftir.1. leikhluti | 13-11: Fínn kafli hjá Haukum núna og er munurinn kominn í tvö stig. Bæði lið ná í dálítið af sóknarfráköstum og það vilja þjálfarar liðanna helst ekki grunar mig. 4:10 eftir.1. leikhluti | 11-7: Lele Hardy stoppar sprett Keflvíkinga með þrist en Sandra Lind Þrastardóttir misnota svo tvö víti fyrir heimamenn. 5:40 eftir.1. leikhluti | 11-4: 7-0 sprettur heimamanna og munurinn er sjö stig. Góð vörn er að skila Keflvíkingum auðveldum körfum þessa stundina. 6:15 eftir.1. leikhluti | 6-4: Bæði lið eru að spila fínan varnarleik og það hefur ekki verið auðvelt að fá skot á hvorugum enda vallarins. Keflvíkinga leiða með tveimur hinsvegar. 7:28 eftir.1. leikhluti | 2-2: Liðin hafa bæði skorað tvö stig og hafa þau öll komið af vítalínunni. Thomas og Hardy hafa séð um þetta. Keflvíkingar byrja í pressuvörn. 8:54 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Haukar sem ná fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Þá hafa liðin verið kynnt til leiks og okkur er ekkert að vanbúnaði til að fleygja graskerinu upp í loft og spila körfubolta.Fyrir leik: Liðin ganga til búningsklefa og þá verða lokaáherslurnar lagðar fyrir leik af þjálfurunum en það eru minna en 10 mínútur í leik. Það fjölgar á áhorfendabekkjunum en það mættu svo sannarlega vera fleiri mættir.Fyrir leik: Eins og áður segir þá þurfa Keflvíkingar aðeins einn sigur í viðbót til að fara í lokaúrslit en Haukastelpur hljóta að vera innblásnar af karlaliðinu sem vann upp tveggja leikja mun á móti Keflvíkingum einmitt í 8-liða úrslitum og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í einvíginu og eru sem stendur í undanúrslitaeinvígi við Tindastól.Fyrir leik: Fyrsti leikur liðanna í undanúrslitunum var aldrei spennandi en Keflavíkur stelpur unnu hann 82-51 og fóru síðan á Ásvelli og höfðu 67-74 sigur í leik sem var þeim mun meira spennandi. Athuga verður að Lele Hardy var ekki við fulla heilsu í fyrsta leiknum og munar um minna í Hauka liðinu. Hún er heil í kvöld og það gerir leikinn meira áhugaverðann fyrir vikið.Fyrir leik: Keflvíkingar eru í flottum málum í þessu einvígi en stúlkurnar úr Bítlabænum unnu fyrstu tvo leikina og þurfa einn leik í viðbót til að spila um þann stóra í Íslandsmótir kvenna í körfuknattleik árið 2015.Fyrir leik: Gott kvöld, hér ætlum við að fylgjast með leik Keflavíkur og Hauka í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira
Keflvíkingar spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þetta árið. Það kom í ljós þegar þær unnu Hauka í hörkuleik fyrr í kvöld, 75-66. Bæði lið seldu sig dýrt og var mikið jafnvægi í leiknum og gríðarleg barátta sem ber að hrósa báðum liðum fyrir. Haukar þurfa samt sem áður að bíta í eplið súra og ljúka leik þennan veturinn. Keflavík byrjaði leikinn örlítið betur og átti fyrsta sprett leiksins þegar þær skoruðu sjö stig sem Haukar náðu ekki að svara og komu sér í 11-4 þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar. Haukar náðu með mikilli elju að naga það forskot niður í tvö stig, 13-11, Keflvíkingar tóku þá annan sprett sem skilaði fimm stiga forskoti sem var svarað með sjö stiga sprett frá Haukum sem jöfnuðu metin þegar um mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Carmen Tyson Thomas skoraði seinustu körfu fjórðungsins en það var þriggja stiga karfa og fóru liðin á bekkinn í stöðunni 22-19 fyrir Keflavík. Skipun þjálfaranna var að selja sig dýrt í vörninni og náðu bæði lið að fylgja þeim skipunum eftir með góðum árangri. Því til dæmis var Keflavík búið að tapa 9 boltum í hálfleik á móti 13 hjá Haukum. Annar fjórðungur var í gífurlegu jafnvægi og svöruðu liðin sprettum hvors annars þannig að hvorugt liðið náði að slíta sig meira en fjórum stigum frá hvoru öðru. Leikmenn liðanna fórnuðu nánast lífi og limum í baráttu um boltann á milli þess sem flott tilþrif í vörninni voru sýnd. Varnarleikur beggja liða skilaði þeim góðum sóknarlotum en eins og áður segir var nánast ekkert á milli liðanna í fyrri hálfleik. Heimakonur voru þó með tveggja stiga forskot þegar gengið var til búningsklefa 38-36. Haukar áttu séns á lokaskotinu í hálfleik sem þær nýttu ekki þar sem Thomas náði að stela boltanum en hún klikkaði á auðveldu sniðskoti sem var nokkuð skrýtið. Haukar fengu þá lokaskotið eftir allt saman en það vildi ekki í. Carmen Tyson-Thomas og Sylvía Háfldánardóttir voru atkvæðamestar í hálfleik en báðar höfðu þær skorað 14 stig fyri sín lið. Sama sagan var í seinni hálfleik, það er að segja leikurinn var í gífurlega miklu jafnvægi. Varnir liðanna voru harðar og á löngum köflum gekk báðum liðum erfiðlega að finna körfuna utan af velli. Samtals var búið að skora níu stig þegar þriðji fjórðungur var hálfnaður en heimakonur höfðu skorað sjö af þeim stigum. Þá tók Lele Hardy við og gekk nánast úr mannlegum ham. Hún sá um stigaskor Haukanna að miklu leyti en af 14 stigum gestanna skoraði Hardy 12 og hirti sjö fráköst. Það var samt sem ekki nóg til að Haukarnir gátu slitið sig frá Keflvíkingum en gestirnir náðu þó forskotinu þegar þriðji leikhluta lauk, 49-50. Seinasti fjórðungurinn var með svipuðu sniði og sá þriðji en erfiðlega gekk að finna körfuna og var staðan 9-6 í fjórðungnum fyrir heimakonur þegar leikhlutinn var hálfnaður. Lele Hardy leiddi vagninn fyrir gestina en fékk því miður ekki næga hjálp frá liðsfélögum sínum í sóknarleiknum en varnarlega voru allir leikmenn að standa sig vel á vellinum. Liðin skiptust á forskotinu ótt og títt í fjórða leikhlutanum og var spennan gífurleg. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá mistókst Haukum að auka forskot sitt í þrjú stig en þá rataði sniðskot ekki rétta leið. Heimakonur nýttu sér það til fullnustu, skoruðu fimm stig í röð og komust fjórum stigum yfir með eina og hálfa mínútu eftir. Keflvíkingar beittu skynseminni og þurftu Haukar að byrja að brjóta á leikmönnum Keflvíkinga til að lengja leikinn en heimakonur héldu haus á vítalínunni og settu niður þau víti sem þurfti. Sigrinum sigldu heimakonur í heimahöfn en leikurinn endaði 75-66. Leikurinn var leikinn af mikilli hörku og baráttu og má því til dæmis nefna að forystan skipti samtals 17 sinnum um hendur ásamt því að 10 sinnum var jafnt á öllum tölum. Atkvæðamestu leikmenn liðanna voru þær Carmen Tyson-Thomas með 29 stig og 12 fráköst fyrir Keflavík og Lele Hardy fyrir Haukana en hún átti skrímslaleik þar sem hún skoraði 37 stig og tók 20 fráköst. Það dugði samt ekki til en hún átti ekki skilið að fara í sumarfrí í kvöld. Keflvíkingar leika því til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn þetta árið og eru vel að því komnar en þær unnu einvígið 3-0.Ívar Ásgrímsson: Lítil atriði sem kosta okkur leikinn Þjálfari Hauka var ánægður með frammistöðu sinna leikmanna í kvöld en fannst samt að Lele Hardy hafi vantað meiri aðstoð í sóknarleiknum. „Stelpurnar voru allar að leggja sig fram og varnarlega voru þær að gera ágætis hluti. Sóknarlega vantaði aðstoð við Lele, sem var stórkostleg í kvöl og mjög sárt að hún hafi þurft að tapa eftir svona frammistöðu. Vandamálið er það að við fáum ekki nema sex stig frá örðum leikmönnum en Lele Hardy í seinni hálfleik og er það að kosta okkur leikinn í dag. Það eru bara ekki nógu margar að stíga upp sóknarlega í dag.“ „Þær voru samt að leggja sig fram í kvöld en við erum með nýtt lið í höndunum þannig að þær fá gríðarlega reynslu af þessu einvígi. Við töpum tveimur gríðarlega jöfnum leikjum fyrir Keflavík sem er gríðarlega sterkt lið. Því miður vantaði okkur smá orku í lokin til að klára þetta. Það var til dæmis mjög dýrt að missa sniðskot sem hefði komið okkur þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Það eru lítil atriði sem kosta okkur sigurinn.“ Ívar var beðinn um að gera tímabilið upp í fljótu bragði og sagði: „Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum en við misstum fimm stelpur sem voru í 26 manna úrtaki fyrir landsliðið og höfum lent í miklum meiðslum einnig. Við erum með ungt lið og stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og stóðu þær sig gríðarlega vel í vetur og var ég að byggja nýtt lið hérna. Mínu hlutverki með þessar stelpur er lokið og nýr þjálfari tekur við en ég held að ég skili af mér góðu búi eftir þetta tímabil.“ Ívar var spurður hvort sú ákvörðun að hætta með kvennaliðið væri óvænt: „Nei ég ákvað það um jólin að það væri of mikið að vera með tvö lið og það færi ekki saman. Bæði lið komast í undanúrslit sem er náttúrulega frábær árangur en mér finnst það ekki fara saman að vera með bæði liðin.“Sigurður Ingimundar: Stelpurnar eru ferskar og spenntar og eru tilbúnar í næsta verkefni Þjálfari Keflavíkur er því ekki óvanur að fara með lið í lokaúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og var hann spurður hvort að tilfinningin vær samt ekki alltaf jafn góð. „Jú að sjálfsögðu, það er alltaf gaman að komast í lokaúrslit og gott hjá þeim að vinna þennan leik því Haukar voru fannst mér frábærar í kvöld á meðan við vorum ekkert sérstakar nema kannski í restina á leiknum. Þannig að ég er mjög ánægður með þetta.“ „Við tókum mjög mörg sóknarfráköst í leiknum í kvöld og voru að missa boltann sjaldnar en við höfum verið að gera undanfarið. Þegar það laga þá verður þetta bara betra.“ Sigurður var því næst spurður hvort það skipti einhverju máli hverjum stelpurnar hans mættu í lokaúrslitunum. „Það skiptir engu máli og kemur bara í ljós. Nú leikum við okkur með þetta aðeins og það er vika í þetta þannig við tökum þessu bara rólega og getum skoðað þá sem komast í úrslitin. Það skiptir samt ekki máli fyrir okkar lið að við höfum klárað þetta einvígi fljótt. Stelpurnar eru ferskar og spenntar og eru tilbúnar í næsta verkefni.“4. leikhluti | 75-66: Carmen kláraði leikinn á vítalínunni og heimakonur eru á leiðinni í úrslit. Svakalegur leikur. Takk fyrir mig.4. leikhluti | 73-64: Carmen Tyson-Thomas fer langleiðina með þetta hérna. Skorar og fær villu, vítið fer niður og tekið er leikhlé þegar 25 sek eru eftir.4. leikhluti | 70-64: Það er rosaleg spenna hér, bæði lið eru að klúðra sóknum og núnar byrja Haukar að brjóta til að lengja leikinn. Það eru 49 sek. eftir. Tvö víti rata ofan í hjá Keflavík.4. leikhluti | 68-64: Gríðarlega mikilvægt sóknarfrákast sem Thomas tók fyrir Keflavík. Það skilar sér í körfu og 4 stiga forskoti þegar 1:32 eru eftir.4. leikhluti | 66-64: Þrjú víti af fjórum rata heim hjá heimakonum og forskotið hjá Keflavík eins og er. 2:36 eftir.4. leikhluti | 63-64: Lele Hardy er gengin úr mannlegum ham hér. Hún ætlar ekki í sumarfrí það er nokkuð ljóst, þristur rataði heim frá henni, 35 stig frá henni og Haukar eru með forskotið. 2:47 eftir.4. leikhluti | 63-61: Lele Hardy skorar og fær villu að auki. Vítið ratar ekki rétta leið Keflvíkingar bruna upp og skora og halda forskotinu. Leikhlé tekið þegar 3:14 eru eftir.4. leikhluti | 61-59: Fjögurra stiga spretti heimakvenna er svarað með þrist eftir leikhlé og aftur skiptir forystan um hendur. Hún helst þó ekki lengi því Keflvíkingar svara með sínum eigin þrist og komast aftur yfir. 4:16 eftir.4. leikhluti | 58-56: Aftur skorar Hardy flautu körfu þegar skotklukkan er alvega að brenna út. Keflvíkingar svara því síðan með tveimur körfum og Haukar taka leikhlé þegar 5:15 eru eftir. Þetta er alveg ægilega spennandi enda mikið í húfi.4. leikhluti | 54-53: Það er skipst á körfum þannig að Keflvíkingar halda einu stigi í forskot. 6:09 eftir.4. leikhluti | 52-51: Það er komin karfa utan af velli en það hafði gengið erfiðlega fyrir bæði lið að finna körfuna utan af velli. Heimakonur eru komnar yfir og jafnvægið heldur áfram í TM-höllinni. 7:25 eftir.4. leikhluti | 49-51: Haukar klúðruðu tveimur vítum, náðu sóknarfrákasti sem var vel gert en náðu ekki að nýta það. Þær vinna síðan boltann og Sylvía Hálfdánardóttir fær mikinn skell á hnéið um leið og hún fær villu. Eitt víti ratar rétta leið og ég vona að hún nái að klára leikinn en hún virtist sárþjáð. Villurnar eru að verða harðari eftir því sem líður á leikinn. 8:12 eftir.4. leikhluti | 49-50: Seinasti fjórðungurinn er hafinn og enn eru heimakonur ekki að finna körfuna jafnvel þó þær fái tvö tækifæri í sókn. 9:30 eftir.3. leikhluti | 49-50: Lele Hardy tók yfir þennan þriðja leikhluta. Af 14 stigum Hauka skoraði hún 12 stig, varði skot og hirti sjö fráköst. Það dugir þó ekki til að slíta sig frá Keflvíkingum en Haukar leiða með einu stigi eftir þrjá leikhluta. Það er eins og áður segir gífurlegt jafnræði með liðunum.3. leikhluti | 47-48: Undanfarin andartök hafa hleypt miklu lífi í aðdáendur og Lele Hardy er að finna sig betur og betur. Það eru fínar fréttir fyrir gestina en hún er komin með 10 stig í seinni hálfleik. 2 mín. eftir.3. leikhluti | 45-46: Dæmd var tæknivilla á heimakonur og verð ég að viðurkenna að ég veit ekki fyrir hvað. Það var lítið grunsamlegt á seyði og ég náði ekki útskýringu dómarans enda mikið karpað um þetta. Haukar nýttu sér þetta. Minnkuðu muninn í tvö stig með því að nýta vítið og sóknina sem þær fengu eftir, stálu síðan boltanum og komust yfir með þriggja stiga skoti frá Hardy. Hamagangur hér. 3:30 eftir.3. leikhluti | 45-40: Jæja, heimakonur finna körfuna og það þurfti þrist til. Hardy svarar með flautukörfu en skotklukkan rann út um leið og hún sleppti boltanum. 5:15 eftir.3. leikhluti | 42-38: Enn er vesen á liðunum að finna körfuna, varnarleikurinn er góður. Þetta er magnað. 6:12 eftir.3. leikhluti | 42-38: Það er skipst á körfum. Báðum liðum hefur þó gengið erfiðlega að finna körfuna undanfarin andartök ásamt því að tapa boltum. Enn jafnvægi í þessu. 7:40 eftir.3. leikhluti | 40-36: Seinni hálfleikur er hafinn. Heimakonur byrja á því að stela boltanum, ná sóknarfrákasti eftir misnotað skot, fá villu og skora úr tveimur vítum. Pressuvörnin heldur svo áfram. 9:39 eftir.2. leikhluti | 38-36: Það er kominn hálfleikur. Haukar áttu séns á lokaskotinu sem þær nýttu ekki þar sem Thomas náði að stela boltanum en hún klikkaði á auðveldu sniðskoti sem var nokkuð skrýtið. Haukar fengu þá lokaskotið eftir allt saman en það vildi ekki í. Leikurinn er í fínu jafnvægi en heimakonur leiða með tveimur stigum.2. leikhluti | 38-36: Leikhlé tekið þegar 13 sek. eru eftir. Haukar unnu boltann af Keflvíkingum eftir að hafa geigað á sókn en Ívar vill leggja á ráðin um lokaskotið.2. leikhluti | 38-36: Haukar fara illa að ráði sínu eftir að hafa unnið boltann. Gátu jafnað en kasta boltanum út af. Keflvíkingar héldu í sókn en Haukar unnu boltann aftur. 35 sek eftir.2. leikhluti | 38-34: Pressuvörn Keflvíkinga er að koma Haukum í allskonar klandur og er það nýtt í því að auka forskotið í fjögur stig þegar 2:15 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 33-32: Þessi leikur er rosalegur þessa stundina. Keflavík var með eitt stig í forskot en leikmenn eru að fórna líkama sínum í þetta með því að fleygja sér í gólfið og lenda í samstuði við hvorn annan í baráttunni um boltann.2. leikhluti | 29-32: Aftur komast Haukar yfir. Skipunin hefur verið hjá báðum liðum að selja sig dýrt í vörninni og liðin fara eftir því. Hardy ver skot með miklum tilþrifum og Sylvía Hálfdánardóttir nær sér í víti. Annað vítið fer niður og munurinn er þrjú stig þegar 4:30 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 29-27: Gamla kempan Birna Valgarðs. kom heimakonum aftur yfir og Haukar taka leikhlé. Þetta gengur í bylgjum. Bæði lið eru að tapa dálítið af boltum og nær andstæðingurinn þá að taka sprett í stigaskori, leikurinn er í fínu jafnvægi. 5:22 eftir.2. leikhluti | 27-27: Leikhléið hafði tilætluð áhrif í því að heimakonur náðu boltanum strax aftur en misnotuðu sókn sína. Haukar náðu ekki að nýta sína sókn en unnu boltann aftur og juku því muninn í þrjú stig unnu boltann síðan aftur en náðu ekki að auka muninn meira. Carmen Thomas náði þá að skora og fá villu að auki og fór vítið rétta leið og því er jafnt aftur. Þetta er stórskemmtilegt. 5:45 eftir.2. leikhluti | 24-25: Haukar komast yfir en Hardy stal boltanum með því að hlaupa inn í sendingu og fá auðvelt sniðskot. Keflavík tapar síðan boltanum og Siggi Ingimundar er ekki lengi að taka leikhlé. Þetta er ekki honum að skapi. 7:15 eftir.2. leikhluti | 22-22: Haukar láta ekki bjóða sér það tvisvar, Lele Hardy neglir niður þrist og aftur er jafnt. 9:15 eftir.2. leikhluti | 22-19: Annar fjórðungur er hafinn og Keflvíkingar áttu fyrstu sókn sem geigaði þrátt fyrir tvö tækifæri heimakvenna. 9:35 eftir.1. leikhluti | 22-19: Leikhlutanum er lokið og gerðist ansi mikið seinustu mínútuna. Haukar jöfnuðu metin en strax náði Thomas að setja niður þrist fyrir heimakonur sem freistuðu þess síðan að fár seinasta skotið í fjórðungnum en Haukar stálu boltanum og fengu tvö vítaskot sem hvorugt fór niður. Thomas reyndi flautukörfu en skotið geigaði og heimakonur með þriggja stiga mun í leikhléi.1. leikhluti | 19-17: Fimm stig í röð frá Haukum og munurinn fer aftur niður í tvö stig. 1:28 eftir.1. leikhluti | 17-12: Haukar eru að tapa boltanum dálítið núna í sókninni og heimakonur nýta sér það og koma muninum upp í fimm stig þegar 2:32 eru eftir.1. leikhluti | 13-11: Fínn kafli hjá Haukum núna og er munurinn kominn í tvö stig. Bæði lið ná í dálítið af sóknarfráköstum og það vilja þjálfarar liðanna helst ekki grunar mig. 4:10 eftir.1. leikhluti | 11-7: Lele Hardy stoppar sprett Keflvíkinga með þrist en Sandra Lind Þrastardóttir misnota svo tvö víti fyrir heimamenn. 5:40 eftir.1. leikhluti | 11-4: 7-0 sprettur heimamanna og munurinn er sjö stig. Góð vörn er að skila Keflvíkingum auðveldum körfum þessa stundina. 6:15 eftir.1. leikhluti | 6-4: Bæði lið eru að spila fínan varnarleik og það hefur ekki verið auðvelt að fá skot á hvorugum enda vallarins. Keflvíkinga leiða með tveimur hinsvegar. 7:28 eftir.1. leikhluti | 2-2: Liðin hafa bæði skorað tvö stig og hafa þau öll komið af vítalínunni. Thomas og Hardy hafa séð um þetta. Keflvíkingar byrja í pressuvörn. 8:54 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Haukar sem ná fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Þá hafa liðin verið kynnt til leiks og okkur er ekkert að vanbúnaði til að fleygja graskerinu upp í loft og spila körfubolta.Fyrir leik: Liðin ganga til búningsklefa og þá verða lokaáherslurnar lagðar fyrir leik af þjálfurunum en það eru minna en 10 mínútur í leik. Það fjölgar á áhorfendabekkjunum en það mættu svo sannarlega vera fleiri mættir.Fyrir leik: Eins og áður segir þá þurfa Keflvíkingar aðeins einn sigur í viðbót til að fara í lokaúrslit en Haukastelpur hljóta að vera innblásnar af karlaliðinu sem vann upp tveggja leikja mun á móti Keflvíkingum einmitt í 8-liða úrslitum og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í einvíginu og eru sem stendur í undanúrslitaeinvígi við Tindastól.Fyrir leik: Fyrsti leikur liðanna í undanúrslitunum var aldrei spennandi en Keflavíkur stelpur unnu hann 82-51 og fóru síðan á Ásvelli og höfðu 67-74 sigur í leik sem var þeim mun meira spennandi. Athuga verður að Lele Hardy var ekki við fulla heilsu í fyrsta leiknum og munar um minna í Hauka liðinu. Hún er heil í kvöld og það gerir leikinn meira áhugaverðann fyrir vikið.Fyrir leik: Keflvíkingar eru í flottum málum í þessu einvígi en stúlkurnar úr Bítlabænum unnu fyrstu tvo leikina og þurfa einn leik í viðbót til að spila um þann stóra í Íslandsmótir kvenna í körfuknattleik árið 2015.Fyrir leik: Gott kvöld, hér ætlum við að fylgjast með leik Keflavíkur og Hauka í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira