Fótbolti

Cantona: Javier Pastore er besti leikmaður heims

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur aldrei bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir.

Þegar flestir sem horfa á fótbolta telja Cristiano Ronaldo, Lionel Messi eða kannski Zlatan Ibrahimovic bestu leikmenn heims er Frakkinn á öðru máli.

Þessi fjórfaldi Englandsmeistari segir Argentínumanninn Javier Pastore, leikmann PSG, vera besta leikmann í heimi.

Pastore gekk í raðir PSG frá Palermo árið 2011 fyrir 40 milljónir evra og var á þeim tíma tólfti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

„Mér finnst Javier Pastore besti leikmaður heims,“ segir Cantona í viðtali við Guardian. „Ég horfði á tvo leiki með PSG bara til að sjá hann spila.“

„Mér finnst hann sá leikmaður sem skapar hvað mest inn á vellinum. Pastore kemur alltaf á óvart. Ég elska svona leikmenn,“ segir Cantona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×