Í myndbandinu eru forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar í hlutverki Klaufabárðanna og fást þar við ýmis verkefni með misgóðum árangri.
Guðmundur Atlason setti myndbandið saman og setti það á Facebook-síðu sína með orðunum:
„Hér er teiknimynd sem veitr okkur smá innsýn í líf og störf félagana Simma og Bjarna.“
Myndbandinu hefur nú verið deilt yfir 400 sinnum og má sjá það í spilaranum hér að neðan.