Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2015 23:22 Pétur Pétursson var í löngu viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag þar sem hann fór yfir feril sinn í ítarlegu máli. Hann er fæddur og uppalinn á Skaganum og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu. Hann hélt svo út í atvinnumennsku áður en hann sneri aftur heim í ÍA árið 1986. Ári síðar skipti hann um og gekk til liðs við KR, mörgum Skagamönnum til mikillar gremju. „Þá hefðu þeir átt að reyna að halda mér - eigum við ekki að segja það hreint út,“ segir Pétur sem bauðst vinna á saumastofu samhliða knattspyrnuiðkuninni. „Þeir hefðu kannski getað hugsað betur um mann upp á Skaga á þessum tíma, svo maður hefði ekki farið.“ „Það voru engar samningaviðræður í gangi upp á Skaga. Það var ekkert flókið.“„Mörg lið komu til greina en ég kynntist góðum KR-ingum úti í Belgíu þegar ég bjó þar. KR var félag sem var í neðri hlutanum þá og vann enga titla. Það hefði verið auðveldara fyrir mig að fara í Val eða Fram. En mér fannst tími kominn til að gera eitthvað annað og fannst spennandi að hjálpa KR að gera félagið að stórveldi aftur.“ Það setti strik í reikninginn að á þessum árum áttu knattspyrnufélög sína leikmenn, jafnvel þótt að samningur leikmanna var útrunninn. Það breyttist ekki fyrr en með Bosman-dómnum árið 1995. „Antwerpen átti mig á þeim tíma. Ég fékk leyfi til að spila með ÍA en í samningnum við Antwerpen stóð að ég mátti ekki spila með neinu öðru félagi. Það vissi Skaginn vel og þeir héldu að ég kæmist ekkert annað.“ „Ég hringdi þá í forseta [Antwerpen] og sagði að ef hann myndi ekki skrifa upp á að ég mætti fara annað þá myndi ég hætta í fótbolta. Hann sagði „ekkert mál“ og þess vegna komst ég í KR. Þetta var leiðinlegur viðskilnaður við ÍA,“ sagði Pétur. Pétur segir að portúgalska stórveldið Benfica hafði haft áhuga á að fá hann í sínar raðir. „Sven-Göran Eriksen var að taka við liðinu og gat ég fengið mjög góðan þriggja ára samning þar. Ég vildi fara þangað en Antwerpen hafnaði því og hækkaði verðmiðann um tugir milljóna króna. Benfica hætti við kaupin.“Pétur í leik með Feyenoord árið 1979.„Á endanum fór ég bara heim og ætlaði að hætta. Þetta er annar tími en í dag. Það var ekki skrýtið að Bosman skyldi fara með sitt mál fyrir dóm. Það hlaut að koma að því.“ Pétur segist sjá eftir því að hafa ekki fengið tækifæri til að fara til Benfica. „Það er eiginlega það eina sem situr í mér. Benfica er stórveldi í Evrópu og þjálfarinn, sem var frábær, vildi kaupa mig.“ „Ég hefði örugglega getað gert eitthvað öðruvísi. Drukkið minna og reykt minna og allt það. Farið fyrr að sofa. En ég var bara ekki sú týpa. Fótboltinn minn var svona og lífið mitt svona. Hefði ég gert þetta öðruvísi hefði þetta ekki verið ég.“ „Annars hefði ég ekki orðið fótboltamaður. Ég hefði örugglega stofnað hljómsveit á Skaganum,“ sagði hann í léttum dúr. Pétur á einnig langan feril að baki sem þjálfari en Hjörtur spurði hann um tímann sem hann varði sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, þegar Ólafur Jóhannesson var við stjórnvölinn.Pétur og Ólafur árið 2007.Vísir/AntonGengi landsliðsins var misjafnt á þessum árum en uppgangur liðsins hefur verið mikill eftir að Lars Lagerbäck tók við því árið 2011. „Við reyndum að færa íslenska liðið framar - láta það halda boltanum betur og bæta við ungum leikmönnum sem eru í landsliðinu í dag. Það gekk mjög vel fyrstu tvö árin en illa seinni tvö árin,“ sagði Pétur. „Þetta var skemmtilegur tími en líka erfiður.“ Hann sagði að það hafi verið markmið Ólafs strax að taka inn ungu leikmennina sem mynda hryggjarstykki landsliðsins í dag og að stóra málið hafi verið að koma liðinu inn á EM 2016. „Það er hugsanlega að fara að gerast. Ekki með okkur en þetta var hugsunin hjá okkur.“Vísir/AntonPétur vildi litlu svara um hversu stóran þátt hann telur að þeir eigi í velgengni landsliðsins í dag. „Ég held að maður geti bæði verið sáttur og ósáttur. Lars Lagerbäck kom inn í landsliðið með nýja vídd og hann er með reynslu af alþjóðlegum fótbolta og lokakeppnum í fótbolta. Hann kom inn með nýja vídd og ég held að það er það sem vantaði fyrir íslenska landsliðið í fótbolta.“ Nokkrir hafa stigið fram, þar á meðal landsliðsmenn, og gagnrýnt störf þeirra Ólafs og Péturs - til að mynda fyrir agaleysi. „Svona er fótboltinn bara. Með velgengni halda menn að þeir geti tjáð sig um hluti sem ég er ekki sammála. Menn hafa sínar skoðanir og stundum svara ég þessu og stundum ekki.“ „Þetta svíður, sérstaklega þegar verið er að tjá sig um hluti sem ekki gerðust. Eins og fyllerí og annað slíkt. Ég hef aldrei skilið hvernig mönnum tókst að blanda því inn í þessa umræðu.“ „Ég hugsa fyrst og fremst um landsliðið sem mjög góða minningu. Ég vona að það hafi eitthvað bæst á til að það komist áfram á EM eða HM. Manni hefur dreymt um að Ísland komist á stórmót síðan maður byrjaði í fótbolta. Ég er búinn að taka þátt í 120 landsleikjum fyrir Ísland og ekki er það til að manni vilji Íslandi illa.“ „Ég vil ekkert tjá mig meira um landsliðið. Ég vona bara að strákarnir komist á EM.“ Pétur ræddi einnig um árin hjá KR og viðræðurnar við norska félagið Lilleström. Þá segist hann hafa áhuga á því að koma til starfa hjá ÍA, sínu gamla félagi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins og verður Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, aðstoðarmaður hans. 14. október 2011 11:52 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Pétur Pétursson var í löngu viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag þar sem hann fór yfir feril sinn í ítarlegu máli. Hann er fæddur og uppalinn á Skaganum og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu. Hann hélt svo út í atvinnumennsku áður en hann sneri aftur heim í ÍA árið 1986. Ári síðar skipti hann um og gekk til liðs við KR, mörgum Skagamönnum til mikillar gremju. „Þá hefðu þeir átt að reyna að halda mér - eigum við ekki að segja það hreint út,“ segir Pétur sem bauðst vinna á saumastofu samhliða knattspyrnuiðkuninni. „Þeir hefðu kannski getað hugsað betur um mann upp á Skaga á þessum tíma, svo maður hefði ekki farið.“ „Það voru engar samningaviðræður í gangi upp á Skaga. Það var ekkert flókið.“„Mörg lið komu til greina en ég kynntist góðum KR-ingum úti í Belgíu þegar ég bjó þar. KR var félag sem var í neðri hlutanum þá og vann enga titla. Það hefði verið auðveldara fyrir mig að fara í Val eða Fram. En mér fannst tími kominn til að gera eitthvað annað og fannst spennandi að hjálpa KR að gera félagið að stórveldi aftur.“ Það setti strik í reikninginn að á þessum árum áttu knattspyrnufélög sína leikmenn, jafnvel þótt að samningur leikmanna var útrunninn. Það breyttist ekki fyrr en með Bosman-dómnum árið 1995. „Antwerpen átti mig á þeim tíma. Ég fékk leyfi til að spila með ÍA en í samningnum við Antwerpen stóð að ég mátti ekki spila með neinu öðru félagi. Það vissi Skaginn vel og þeir héldu að ég kæmist ekkert annað.“ „Ég hringdi þá í forseta [Antwerpen] og sagði að ef hann myndi ekki skrifa upp á að ég mætti fara annað þá myndi ég hætta í fótbolta. Hann sagði „ekkert mál“ og þess vegna komst ég í KR. Þetta var leiðinlegur viðskilnaður við ÍA,“ sagði Pétur. Pétur segir að portúgalska stórveldið Benfica hafði haft áhuga á að fá hann í sínar raðir. „Sven-Göran Eriksen var að taka við liðinu og gat ég fengið mjög góðan þriggja ára samning þar. Ég vildi fara þangað en Antwerpen hafnaði því og hækkaði verðmiðann um tugir milljóna króna. Benfica hætti við kaupin.“Pétur í leik með Feyenoord árið 1979.„Á endanum fór ég bara heim og ætlaði að hætta. Þetta er annar tími en í dag. Það var ekki skrýtið að Bosman skyldi fara með sitt mál fyrir dóm. Það hlaut að koma að því.“ Pétur segist sjá eftir því að hafa ekki fengið tækifæri til að fara til Benfica. „Það er eiginlega það eina sem situr í mér. Benfica er stórveldi í Evrópu og þjálfarinn, sem var frábær, vildi kaupa mig.“ „Ég hefði örugglega getað gert eitthvað öðruvísi. Drukkið minna og reykt minna og allt það. Farið fyrr að sofa. En ég var bara ekki sú týpa. Fótboltinn minn var svona og lífið mitt svona. Hefði ég gert þetta öðruvísi hefði þetta ekki verið ég.“ „Annars hefði ég ekki orðið fótboltamaður. Ég hefði örugglega stofnað hljómsveit á Skaganum,“ sagði hann í léttum dúr. Pétur á einnig langan feril að baki sem þjálfari en Hjörtur spurði hann um tímann sem hann varði sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, þegar Ólafur Jóhannesson var við stjórnvölinn.Pétur og Ólafur árið 2007.Vísir/AntonGengi landsliðsins var misjafnt á þessum árum en uppgangur liðsins hefur verið mikill eftir að Lars Lagerbäck tók við því árið 2011. „Við reyndum að færa íslenska liðið framar - láta það halda boltanum betur og bæta við ungum leikmönnum sem eru í landsliðinu í dag. Það gekk mjög vel fyrstu tvö árin en illa seinni tvö árin,“ sagði Pétur. „Þetta var skemmtilegur tími en líka erfiður.“ Hann sagði að það hafi verið markmið Ólafs strax að taka inn ungu leikmennina sem mynda hryggjarstykki landsliðsins í dag og að stóra málið hafi verið að koma liðinu inn á EM 2016. „Það er hugsanlega að fara að gerast. Ekki með okkur en þetta var hugsunin hjá okkur.“Vísir/AntonPétur vildi litlu svara um hversu stóran þátt hann telur að þeir eigi í velgengni landsliðsins í dag. „Ég held að maður geti bæði verið sáttur og ósáttur. Lars Lagerbäck kom inn í landsliðið með nýja vídd og hann er með reynslu af alþjóðlegum fótbolta og lokakeppnum í fótbolta. Hann kom inn með nýja vídd og ég held að það er það sem vantaði fyrir íslenska landsliðið í fótbolta.“ Nokkrir hafa stigið fram, þar á meðal landsliðsmenn, og gagnrýnt störf þeirra Ólafs og Péturs - til að mynda fyrir agaleysi. „Svona er fótboltinn bara. Með velgengni halda menn að þeir geti tjáð sig um hluti sem ég er ekki sammála. Menn hafa sínar skoðanir og stundum svara ég þessu og stundum ekki.“ „Þetta svíður, sérstaklega þegar verið er að tjá sig um hluti sem ekki gerðust. Eins og fyllerí og annað slíkt. Ég hef aldrei skilið hvernig mönnum tókst að blanda því inn í þessa umræðu.“ „Ég hugsa fyrst og fremst um landsliðið sem mjög góða minningu. Ég vona að það hafi eitthvað bæst á til að það komist áfram á EM eða HM. Manni hefur dreymt um að Ísland komist á stórmót síðan maður byrjaði í fótbolta. Ég er búinn að taka þátt í 120 landsleikjum fyrir Ísland og ekki er það til að manni vilji Íslandi illa.“ „Ég vil ekkert tjá mig meira um landsliðið. Ég vona bara að strákarnir komist á EM.“ Pétur ræddi einnig um árin hjá KR og viðræðurnar við norska félagið Lilleström. Þá segist hann hafa áhuga á því að koma til starfa hjá ÍA, sínu gamla félagi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins og verður Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, aðstoðarmaður hans. 14. október 2011 11:52 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19
Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins og verður Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, aðstoðarmaður hans. 14. október 2011 11:52