Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Bjarki Ármannsson skrifar 14. apríl 2015 09:30 Stefán Atli og Búi Bjarmar vilja fá Íslendinga til að leggja sér skordýr til munns. Myndir/Jungle Bar/EPA Orkustykkið Jungle Bar, sem meðal annars er búið til úr krybbum, er hugarfóstur þeirra Búa Bjarmar Aðalsteinssonar og Stefáns Atla Thoroddsen. Jungle Bar er meðal annars ætlað að vekja fólk á Vesturlöndum til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar, en þeir Búi og Stefán sjá fram á að geta komið vörunni í sölu seinna á árinu eftir að Kickstarter-söfnun þeirra fór vel af stað. „Skordýr henta bæði í sætindi, brauðmeti og svo eitthvað sem myndi frekar líkjast kjötmeti,“ útskýrir Búi. „Vonandi verður þetta varan sem fær fólk til að taka fyrsta skrefið og svo getum við byrjað að vinna að svona inngripsmeiri vörum, pöddulasagne eða pöddupulsur eða hvað sem er.“ Búi vakti athygli í fjölmiðlum hér á landi sem og í erlendum miðlum síðasta sumar fyrir uppfinninguna „Fly factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Það verkefni var, líkt og Jungle Bar, að einhverju leyti innblásið af lestri skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu þjóðanna, um stöðu landbúnaðar í Evrópu.Pakkningin á Jungle Bar orkustykkinu.Mynd/Jungle Bar„Staðan er bara þannig í Evrópu að eftir tuttugu ár, þá verður bara ekki meira land eftir,“ segir Búi. „Þá þarf annað hvort að bæta við landi eða flytja inn frá Asíu. Þeir hjá Sameinuðu þjóðunum bentu á það að skordýr gætu mögulega verið svarið.“ Hugmyndasmiðirnir telja það því mjög mikilvægt að kynna Vesturlandabúum möguleikana sem felast í því að leggja sér skordýr til matar, nokkuð sem aldrei hefur slegið í gegn hér á landi en þykir sjálfsagður hlutur í mörgum öðrum heimshlutum. Ekki skemmi fyrir að þó reglur um skordýr í matvælaframleiðslu séu enn sem komið er nokkuð óskýrar hér á landi, sem og í öðrum Evrópulöndum, bendi allt til þess að Ísland gæti hentað stórvel til slíkrar framleiðslu. „Það eru miklir möguleikar fyrir Ísland að hasla sér völl á þessu sviði,“ segir Búi. „Við höfum náttúrulega heilmikið af vatni, heilmikið af plássi og það er ekki mikil áhætta ef þessi skordýr sleppa út. Þau myndu náttúrulega ekki lifa nema þessa þrjá sumardaga í júní.“ Öll þróunarvinna fyrir Jungle Bar var unnin á Íslandi, meðal annars með styrkjum frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Þeir Búi og Stefán þurftu þó að leita út fyrir landsteinana til að finna fyrirtæki til að fjöldaframleiða vöruna. Það fundu þeir í Kanada og þaðan munu fyrstu framleiddu stykkin berast í vikunni.Stykkin smökkuð.Mynd/Jungle Bar„Strax og við fáum fjármagnið getum við farið út í fyrstu stóru framleiðsluna okkar,“ segir Búi, en söfnun þeirra á vefsíðunni Kickstarter hefur farið mjög vel af stað. Á aðeins fimm dögum hafa safnast rúmlega 6,700 Bandaríkjadalir af þeim fimmtán þúsund (rúmlega tvær milljónir íslenskra króna) sem þeir ætla sér að safna. „Þá tekur bara við að fá til okkar dreifingar- og söluaðila. Nú þegar höfum við selt í kringum tvö, þrjú þúsund stykki án þess að fólk hafi fengið að sjá vöruna. Það hlýtur að vera til marks um að það sé hægt að selja þetta úti í búð.“ En þá stendur bara ein spurning eftir: Hvernig bragðast orkustykki sem búið er til úr krybbum? „Stykkið sjálft er bara svipað og önnur prótínstykki,“ segir Búi. „Það er talsvert betra, því prótínið úr skordýrum er talsvert betra á bragðið en soja- og mysuprótín. En annars er þetta prótín svipað og þú færð úr harðfiski eða kjöti, með öllum helstu amínósýrum sem líkaminn þarf. Við erum búnir að leyfa í kringum 2500 manns að smakka, á Íslandi, Danmörku og Hollandi. Það er alltaf þannig að fyrst þegar fólk heyrir þetta, án þess að sjá vöruna, er það mjög skeptískt. Þeim finnst þetta hálfgert grín. En þegar fólk sér að þetta lítur bara út eins og venjulegt orkustykki, þá lætur það sig hafa það. Það er alveg yndislega skemmtilegt þegar maður heyrir miðaldra konur segja hvor við aðra, þetta er nú ekki alslæmt.“ Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Orkustykkið Jungle Bar, sem meðal annars er búið til úr krybbum, er hugarfóstur þeirra Búa Bjarmar Aðalsteinssonar og Stefáns Atla Thoroddsen. Jungle Bar er meðal annars ætlað að vekja fólk á Vesturlöndum til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar, en þeir Búi og Stefán sjá fram á að geta komið vörunni í sölu seinna á árinu eftir að Kickstarter-söfnun þeirra fór vel af stað. „Skordýr henta bæði í sætindi, brauðmeti og svo eitthvað sem myndi frekar líkjast kjötmeti,“ útskýrir Búi. „Vonandi verður þetta varan sem fær fólk til að taka fyrsta skrefið og svo getum við byrjað að vinna að svona inngripsmeiri vörum, pöddulasagne eða pöddupulsur eða hvað sem er.“ Búi vakti athygli í fjölmiðlum hér á landi sem og í erlendum miðlum síðasta sumar fyrir uppfinninguna „Fly factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Það verkefni var, líkt og Jungle Bar, að einhverju leyti innblásið af lestri skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu þjóðanna, um stöðu landbúnaðar í Evrópu.Pakkningin á Jungle Bar orkustykkinu.Mynd/Jungle Bar„Staðan er bara þannig í Evrópu að eftir tuttugu ár, þá verður bara ekki meira land eftir,“ segir Búi. „Þá þarf annað hvort að bæta við landi eða flytja inn frá Asíu. Þeir hjá Sameinuðu þjóðunum bentu á það að skordýr gætu mögulega verið svarið.“ Hugmyndasmiðirnir telja það því mjög mikilvægt að kynna Vesturlandabúum möguleikana sem felast í því að leggja sér skordýr til matar, nokkuð sem aldrei hefur slegið í gegn hér á landi en þykir sjálfsagður hlutur í mörgum öðrum heimshlutum. Ekki skemmi fyrir að þó reglur um skordýr í matvælaframleiðslu séu enn sem komið er nokkuð óskýrar hér á landi, sem og í öðrum Evrópulöndum, bendi allt til þess að Ísland gæti hentað stórvel til slíkrar framleiðslu. „Það eru miklir möguleikar fyrir Ísland að hasla sér völl á þessu sviði,“ segir Búi. „Við höfum náttúrulega heilmikið af vatni, heilmikið af plássi og það er ekki mikil áhætta ef þessi skordýr sleppa út. Þau myndu náttúrulega ekki lifa nema þessa þrjá sumardaga í júní.“ Öll þróunarvinna fyrir Jungle Bar var unnin á Íslandi, meðal annars með styrkjum frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Þeir Búi og Stefán þurftu þó að leita út fyrir landsteinana til að finna fyrirtæki til að fjöldaframleiða vöruna. Það fundu þeir í Kanada og þaðan munu fyrstu framleiddu stykkin berast í vikunni.Stykkin smökkuð.Mynd/Jungle Bar„Strax og við fáum fjármagnið getum við farið út í fyrstu stóru framleiðsluna okkar,“ segir Búi, en söfnun þeirra á vefsíðunni Kickstarter hefur farið mjög vel af stað. Á aðeins fimm dögum hafa safnast rúmlega 6,700 Bandaríkjadalir af þeim fimmtán þúsund (rúmlega tvær milljónir íslenskra króna) sem þeir ætla sér að safna. „Þá tekur bara við að fá til okkar dreifingar- og söluaðila. Nú þegar höfum við selt í kringum tvö, þrjú þúsund stykki án þess að fólk hafi fengið að sjá vöruna. Það hlýtur að vera til marks um að það sé hægt að selja þetta úti í búð.“ En þá stendur bara ein spurning eftir: Hvernig bragðast orkustykki sem búið er til úr krybbum? „Stykkið sjálft er bara svipað og önnur prótínstykki,“ segir Búi. „Það er talsvert betra, því prótínið úr skordýrum er talsvert betra á bragðið en soja- og mysuprótín. En annars er þetta prótín svipað og þú færð úr harðfiski eða kjöti, með öllum helstu amínósýrum sem líkaminn þarf. Við erum búnir að leyfa í kringum 2500 manns að smakka, á Íslandi, Danmörku og Hollandi. Það er alltaf þannig að fyrst þegar fólk heyrir þetta, án þess að sjá vöruna, er það mjög skeptískt. Þeim finnst þetta hálfgert grín. En þegar fólk sér að þetta lítur bara út eins og venjulegt orkustykki, þá lætur það sig hafa það. Það er alveg yndislega skemmtilegt þegar maður heyrir miðaldra konur segja hvor við aðra, þetta er nú ekki alslæmt.“
Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49