Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Ingvar Haraldsson og Bjarki Ármannsson skrifar 4. júní 2014 11:49 Búi og skordýrabúið. Mynd/Búi Bjarmar Aðalsteinsson „Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira
„Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira