Innlent

Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum

Birgir Olgeirsson skrifar
Læknaráð Landspítala hvetur samningsaðila að ná sáttum sem fyrst.
Læknaráð Landspítala hvetur samningsaðila að ná sáttum sem fyrst.
Stjórn læknaráðs Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á spítalanum vegna yfirstandandi verkfalls aðildafélaga BHM. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn læknaráðsins sem segir störf háskólamenntaðra starfsmanna spítalans nauðsynleg Landspítalanum og að yfirstandandi verkfall valdi alvarlegri röskun á starfsmi hans.

„Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga. Læknaráð Landspítala hvetur samningsaðila að ná sáttum sem fyrst svo starfsemi spítalans og þjónusta við sjúklinga þess geti haldið áfram að fullu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×