Pavel: Ég var þungur og kærastan fékk að líða fyrir það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2015 17:03 Vísir/Þórdís Inga Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30
Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01