„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:55 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra. Vísir/Daníel/GVA Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“ Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“
Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57