Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl.
Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið.
Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum.
Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum.
Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil.
Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu.
Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals.
Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.
Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:
Framherjar
Emil Alengard
Jón Gíslason
Robin Hedström
Björn Róbert Sigurðarson
Jóhann Már Leifsson
Egill Þormóðsson
Jónas Breki Magnússon
Brynjar Bergmann
Úlfar Andrésson
Arnþór Bjarnason
Pétur Maack
Andri Már Mikaelsson
Varnarmenn
Ingvar Þór Jónsson
Andri Helgason
Björn Már Jakobsson
Ingólfur Elíasson
Birkir Árnason
Orri Blöndal
Steindór Ingason
Ingþór Árnason
Markmenn
Snorri Sigurbergsson
Dennis Hedström
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
13. apríl
13:00 Spánn - Ástralía
16:30 Serbía - Rúmenía
20:00 Ísland - Belgía
14. apríl
13:00 Rúmenía - Ástralía
16:30 Belgía - Spánn
20:00 Ísland - Serbía
16. apríl
13:00 Rúmenía - Belgía
16:30 Serbía - Ástralía
20:00 Ísland - Spánn
17. apríl
13:00 Belgía - Serbía
16:30 Spánn - Rúmenía
20:00 Ástralía - Ísland
19. apríl
13:00 Serbía - Spánn
16:30 Ástralía - Belgía
20:00 Rúmenía - Ísland
Íslenska íshokkílandsliðið á uppleið | Fyrsti leikurinn í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

