Varðskipið Týr, sem kallað var til af ítölskum yfirvöldum og evrópsku landamærastofnunarinnar Frontex í gær til að sigla til móts við gúmmíbát með hugsanlega flóttamenn um borð, er enn á svæðinu til eftirlits.
Gúmmíbáturinn átti að vera um 18 sjómílur norður af Líbýu.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að gúmmíbáturinn sem siglt var til móts við hafi enn ekki fundist.
Týr sé þó enn á svæðinu ásamt öðrum gæslueiningum frá Ítalíu og muni verða við störf á þessu svæði um sinn þar sem miklar annir séu á svæðinu.
Innlent