Innlent

Styður Sigmund í flugvallarmáli

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ómar Ragnarsson hefur bent á málamiðlun um tvær flugbrautir á Reykjavíkurflugvelli sem liggi sem næst því að vera í kross.
Ómar Ragnarsson hefur bent á málamiðlun um tvær flugbrautir á Reykjavíkurflugvelli sem liggi sem næst því að vera í kross. Stöð 2/Bjarni.
Flugmaðurinn og Samfylkingarmaðurinn Ómar Ragnarsson tekur undir orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að grípa þurfi til varna fyrir Reykavíkurflugvöll og koma í veg fyrir að borgaryfirvöld grafi stöðugt undan flugvellinum. 

„Í því máli er hann minn maður,“ segir Ómar í bloggfærslu við frétt um orð Sigmundar Davíðs um Reykjavíkurflugvöll á flokksþingi Framsóknarflokksins. Skrif Ómars fjalla þó aðallega um þá hugmynd að gera flugvöll í Hvassahrauni, sem hann segir fimmtíu ára gamlan draug. Nú sé verið að endurvekja þann draug á ný í viðleitni til að koma núverandi Reykjavíkurflugvelli fyrir kattarnef.

Ómar hefur áður varað við því að flugvöllurinn verði skertur með lokun minnstu flugbrautarinnar. Í frétt á Stöð 2 í nóvember 2013 sagði hann fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar yrði strax útilokaður. Þegar menn ætluðu að finna framtíðarlausn yrði fyrst að frysta núverandi ástand og skoða hvaða möguleikar væru fyrir hendi. Afleitt væri að leggja af minnstu brautina vegna hagstæðrar legu hennar gagnvart suðvestan- og norðaustanáttum.


Tengdar fréttir

Svona sér Ómar sátt um flugvöll

Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×