Íslenski boltinn

Þór Hinriksson hættur hjá Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valskonur enduðu í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra.
Valskonur enduðu í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. vísir/valli
Þór Hinriksson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val.

Þar kemur fram að Þór hafi hætt að eigin frumkvæði þar sem hann sé upptekin að sinna fyrirtæki sínu, Battar Knattspyrnuþjálfun.

Þór tók við Valsliðinu um mitt síðasta sumar af Helenu Ólafsdóttur og gerði í haust þriggja ára samning við félagið.

Honum var ætlað að stýra Val í sameiningu með Ólafi Brynjólfssyni, fyrrverandi þjálfara karlaliðs Gróttu. Ólafur mun nú stýra liðinu einn.


Tengdar fréttir

Þór Hinriks hættur með Val?

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Þór Hinriksson hætt störfum sem þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×