Fótbolti

Emil í tapliði gegn Inter | Juventus tapaði fyrir gjaldþrota liði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Parma-menn fögnuðu sigrinum vel með stuðningsmönnum sínum.
Parma-menn fögnuðu sigrinum vel með stuðningsmönnum sínum. vísir/getty
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona sem tapaði 3-0 gegn Inter á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Mauro Icardo kom Inter yfir eftir sautján mínútna leik, en þetta var einmitt sautjánda mark Icardi á tímabilinu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Þegar seinni hálfleikur var þriggja mínútna gamall tvöfaldaði Rodrigo Palacio stöðuna, 2-0. Emil var tekinn af velli eftir 73. mínútna leik, en Luca Toni klikkaði víti fyrir Hellas fjórum mínútum síðar.

Vangelis Moras varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma og lokatölur 3-0 sigur Inter.

Með sigrinum skaust Inter upp í áttunda sætið, en Hellas er í fimmtánda sætinu. Hellas ekki gengið jafn vel og á síðustu leiktíð.

Juventus tapaði afar óvænt fyrir Parma í sömu deild. Juventus trónir á toppi deildarinnar, en Parma á botninum. Jose Mauri skoraði eina mark leiksins eftir klukkutíma leik, en þetta var einungis fimmti sigur Parma allt tímabilið.

Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Parma á þessu tímabili.Í  tvígang hefur stig verið dregin af Parma fyrir að liðið hafi ekki borgað leikmönnum sínum laun og er liðið gjaldþrota. Allt í rugli á þeim bænum og sigurinn því á toppliðinu afar óvæntur, en Juventus er þó enn með fjórtán stiga forystu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×