Fyrsta lotan var róleg, brautin var betri og betri eftir því sem leið á. Báðir McLaren bílarnir duttu út í næstu lotu. Manor ökumennirnir voru báðir innan við 107% og því ættu báðir bílar að vera með í keppninni á morgun.
Mercedes virtist hafa lært af tímatökunni í Malasíu. Mercedes sparaði hraðari kepnisdekkin í fyrstu lotu tímatökunnar. Ferrari hins vegar þurfti að fórna einu setti af mjúkum dekkjum á hvern ökumann til að vera örugglega með í næstu lotu en þeir enduðu efstir í lotunni.
Í annari lotu voru Mercedes menn komnir á mjúk dekk og orðnir fljótastir. Ferrari var skammt undan, Vettel varð þriðji, um hálfri sekúndu á eftir fljótasta manni, Hamilton. Kimi Raikkonen var fjórði tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Vettel.
Sauber kom báðum bílunum í þriðju lotu í fyrsta skipti síðan í bandaríska kappakstrinum 2013.

Bein útsending hefst frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 5:30 í fyrramálið.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort af Sjanghæ brautinni í Kína.