Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal Guðrún Nordal skrifar 10. apríl 2015 19:11 Komið þið sæl. Ég vil byrja á að þakka Stúdentaráði fyrir að skipuleggja fundinn. Það hefur verið gríðarlegt ævintýri að fá tækifæri til að ræða við ykkur öll um framtíð Háskólans á síðustu vikum, því að rektorskosningar snúast um framtíðina, um endurnýjun og breytingar. Háskólar um allan heim eru að fara í gegnum miklar breytingar. Þeir eru í deiglunni og frjóar umræður eiga sér stað um allan heim um starfsemi og hlutverk háskóla. Ég vona að þið hafið kynnt ykkur stefnumál mín sem má finna á heimasíðu minni á netinu. Mig langar til þess að nýta tímann hér í dag til þess að ræða um nemendur. Því það eru nemendur; þessir 12,625 einstaklingar sem eru nemendur við Háskóla Íslands, sem mynda skólann. Háskólinn er til fyrir nemendurna og án þeirra væri enginn Háskóli Íslands. Ég ætla að tæpa á fjórum málum og ræða þau og önnur mál síðan nánar í umræðum á eftir. Stærsta verkefni næstu ára verður að tryggja fjármögnum skólans. Háskólinn er undirfjármagnaður eins og flestir hér inni gera sér grein fyrir. Stjórnvöld hafa sett það markmið að skólinn skuli búa við samskonar fjármögnun og háskólar á Norðurlöndum árið 2020. Ég mun berjast hart fyrir því að þetta markmið nái fram að ganga. Verkefnið framundan snýst ekki aðeins um fjármögnun, heldur hvernig kostnaður kennslunnar er reiknaður. Núverandi kerfi byggir á magndrifnu módeli en við þurfum að auka áherslu á gæði og raunkostnað kennslu í ólíkum greinum. Það er gríðarlega mikilvægt að skólinn allur – eins og hann hefur lifnað við á síðustu vikum – ræði fjármögnunina á opinskáan hátt í öllum deildum skólans, jafnt stúdentar og starfsmenn. Nátengd fjármögnun skólans er fjármögnun námsins. Verði ég kjörin rektor vil ég leiða háskólastigið saman í samtali við Lánasjóðinn og stjórnvöld um að endurskoða þurfi reglur sjóðsins. Nú er svo komið að mánaðarframfærslan dugir ekki og því þurfa nemendur í alltof miklum mæli að vinna með námi. Það kemur niður á gæðum náms og er þjóðhagslega óhagkvæmt því nemendur tefjast í námi og framvindan verður ekki eins hröð og við vildum. Þetta er samfélagsmál sem við verðum að ræða þvert á línur skólans og út í samfélagið eins og önnur brýn mál. Það er ekki nóg að ræða þessi mál innan skólans heldur verður umræðan að ná út til samfélagsins. 12,625 nemendur tengjast mörgum einstaklingum í samfélaginu og því ætti að vera hægt að vekja almenning til vitundar um fjármögnun skólans og um Lánasjóðinn. Annað mál sem ég vil taka til umræðu er námsaðstaða nemenda í skólanum. Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. Þetta á jafnt við um gæði kennslu sem og les- eða rannsóknaraðstöðu. Þetta er mjög mikilvægt og er ójafnt eins og staðan er nú. Ég vil beita mér fyrir því að við tökum á þessu og jöfnum stöðu ólíkra greina. Þetta á líka við um nemendafélögin og aðstöðu ykkar í félagslífi. Hugsjón mín er að Háskóli Íslands sé eitt samfélag, jafnt nemendur og starfsmenn, og við þurfum öll að dafna bæði í starfi og félagslífi innan þessa samfélags. Þetta á einnig við um lýðræðislegt og opið samtal okkar í skólanum, sem ég legg mikla áherslu á að laða fram. Það má segja að þessi áhersla á aukinn jöfnuð og lýðræðislega og opna umræðu sé rauður þráður í gegnum mörg mín helstu stefnumál. Í þriðja lagi er það nútímavæðing kennslunnar. Nemendur eru jafnan nútímavæddari og færari í tækninýjungum en starfsfólkið og við þurfum því að hlaupa mjög hratt til þess að nútímavæða kennsluhættina. Við þurfum að bjóða upp á sveigjanlegra námsframboð og tryggja að stjórnskipulag skólans og reikniflokkakerfið komi ekki í veg fyrir þverfaglegt samstarf þvert á deildir og svið. Við þurfum að vera sveigjanleg í því hvernig við hönnum námsleiðir; þar er þverfaglegt samstarf án efa framtíðin. Við þurfum einnig að endurskoða lengd námskeiða, taka jafnvel upp lotukerfi, styttri námskeið og hvernig námið er skipulagt. Við þurfum líka að nútímavæða námsmatið. Margt í okkar núverandi námsmati helgast af því að við erum í fjárþröng og þurfum að bjóða upp á mjög stór og fjölmenn námskeið þar sem erfitt er að vera með verkefnavinnu. En ég tel mjög mikilvægt að hafa kerfið sveigjanlegra og bæta einnig endurgjöf til nemenda. Fjórði punkturinn er símenntun. Nemendahópurinn er fjölbreyttur. Í honum eru nemendur sem koma beint úr stúdentsprófi en síðan er mjög stór hópur sem er kannski að koma í annað eða þriðja skipti inn í skólann. Það er ekki ólíklegt að þið sem eruð ný í skólanum eigið eftir að koma aftur inn í skólann. Ég hef þá hugsjón að Háskóli Íslands haldi mjög vel utan um alla útskrifaða nemendur og að þeir séu áfram hluti af háskólasamfélaginu. Þannig sé þeim gert auðvelt að koma inn aftur til þess einmitt að endurmennta og símennta sig. Við þurfum nefnilega á mjög fjölbreyttri hæfni að halda í framtíðinni; og við lærum ekki í eitt skipti fyrir öll. Mér finnst mjög mikilvægt að mynda á þennan hátt stórt háskólasamfélag – samfélag um nemendur Háskólans á öllum tímum - sem tengir Háskóla Íslands einnig betur út í íslenskt samfélag. Ég vildi benda á þessi fjögur atriði í upphafi fundarins og langar til þess að þakka aftur fyrir þessar góðu samræður sem hafa átt sér stað í skólanum í aðdraganda rektorskjörs. Verði ég kjörin rektor mun ég leggja mjög mikla áherslu á opið samtal við bæði nemendur og starfsmenn og vera sýnileg í skólanum. Þannig hef ég unnið hingað til í öllum mínum störfum, bæði innan og utan Háskóla Íslands. Ég hef unnið mikið fyrir stúdenta og var ármaður (formaður) skólafélagsins í Menntaskólanum við Sund. Þar barðist ég fyrir stúdenta, og var einnig virk í háskólasamfélaginu í Háskóla Íslands og í doktorsnámi mínu í Oxford. Hagur og samfélag stúdenta hefur alltaf skipt mig máli og endurspeglar sýn mína á háskólasamfélagið að ég tel hag stúdenta og starfsfólks bestan í mikilli samvinnu. Í sambandi við stjórnun og fjármögnun hef ég mikla reynslu ekki aðeins innan skólans og innan Árnastofnunar, heldur einnig utan hans þar sem ég hef leitt vinnu í vísindanefnd Vísinda- og tækniráð síðustu níu ár. Þar hefur náðst mikill árangur sem grundvallast á skýrri framtíðarsýn fyrir íslenskt vísindasamfélag og aðgerðaráætlun þar um. Á síðast ári var tryggð 2.8 milljarða aukning í samkeppnissjóði rannsókna og nýsköpunar. Raunverulega finnst mér það verkefni næsta rektors að tryggja Háskóla Íslands fjármagn eitt af mest spennandi verkefnunum sem bíða. Þarna þurfum við að fara fram inn í samfélagið og berjast fyrir hugsjónum okkar og framtíðarsýn um Háskólann. Ég hlakka mjög til þess að vinna með nemendum og starfsfólki að þessum og öðrum mikilvægum málum verði ég kjörin rektor Háskóla Íslands. Takk fyrir.Vísir bauð öllum frambjóðendunum þremur til rektors Háskóla Íslands að birta erindi sín frá kappræðunum á Háskólatorgi í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Komið þið sæl. Ég vil byrja á að þakka Stúdentaráði fyrir að skipuleggja fundinn. Það hefur verið gríðarlegt ævintýri að fá tækifæri til að ræða við ykkur öll um framtíð Háskólans á síðustu vikum, því að rektorskosningar snúast um framtíðina, um endurnýjun og breytingar. Háskólar um allan heim eru að fara í gegnum miklar breytingar. Þeir eru í deiglunni og frjóar umræður eiga sér stað um allan heim um starfsemi og hlutverk háskóla. Ég vona að þið hafið kynnt ykkur stefnumál mín sem má finna á heimasíðu minni á netinu. Mig langar til þess að nýta tímann hér í dag til þess að ræða um nemendur. Því það eru nemendur; þessir 12,625 einstaklingar sem eru nemendur við Háskóla Íslands, sem mynda skólann. Háskólinn er til fyrir nemendurna og án þeirra væri enginn Háskóli Íslands. Ég ætla að tæpa á fjórum málum og ræða þau og önnur mál síðan nánar í umræðum á eftir. Stærsta verkefni næstu ára verður að tryggja fjármögnum skólans. Háskólinn er undirfjármagnaður eins og flestir hér inni gera sér grein fyrir. Stjórnvöld hafa sett það markmið að skólinn skuli búa við samskonar fjármögnun og háskólar á Norðurlöndum árið 2020. Ég mun berjast hart fyrir því að þetta markmið nái fram að ganga. Verkefnið framundan snýst ekki aðeins um fjármögnun, heldur hvernig kostnaður kennslunnar er reiknaður. Núverandi kerfi byggir á magndrifnu módeli en við þurfum að auka áherslu á gæði og raunkostnað kennslu í ólíkum greinum. Það er gríðarlega mikilvægt að skólinn allur – eins og hann hefur lifnað við á síðustu vikum – ræði fjármögnunina á opinskáan hátt í öllum deildum skólans, jafnt stúdentar og starfsmenn. Nátengd fjármögnun skólans er fjármögnun námsins. Verði ég kjörin rektor vil ég leiða háskólastigið saman í samtali við Lánasjóðinn og stjórnvöld um að endurskoða þurfi reglur sjóðsins. Nú er svo komið að mánaðarframfærslan dugir ekki og því þurfa nemendur í alltof miklum mæli að vinna með námi. Það kemur niður á gæðum náms og er þjóðhagslega óhagkvæmt því nemendur tefjast í námi og framvindan verður ekki eins hröð og við vildum. Þetta er samfélagsmál sem við verðum að ræða þvert á línur skólans og út í samfélagið eins og önnur brýn mál. Það er ekki nóg að ræða þessi mál innan skólans heldur verður umræðan að ná út til samfélagsins. 12,625 nemendur tengjast mörgum einstaklingum í samfélaginu og því ætti að vera hægt að vekja almenning til vitundar um fjármögnun skólans og um Lánasjóðinn. Annað mál sem ég vil taka til umræðu er námsaðstaða nemenda í skólanum. Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. Þetta á jafnt við um gæði kennslu sem og les- eða rannsóknaraðstöðu. Þetta er mjög mikilvægt og er ójafnt eins og staðan er nú. Ég vil beita mér fyrir því að við tökum á þessu og jöfnum stöðu ólíkra greina. Þetta á líka við um nemendafélögin og aðstöðu ykkar í félagslífi. Hugsjón mín er að Háskóli Íslands sé eitt samfélag, jafnt nemendur og starfsmenn, og við þurfum öll að dafna bæði í starfi og félagslífi innan þessa samfélags. Þetta á einnig við um lýðræðislegt og opið samtal okkar í skólanum, sem ég legg mikla áherslu á að laða fram. Það má segja að þessi áhersla á aukinn jöfnuð og lýðræðislega og opna umræðu sé rauður þráður í gegnum mörg mín helstu stefnumál. Í þriðja lagi er það nútímavæðing kennslunnar. Nemendur eru jafnan nútímavæddari og færari í tækninýjungum en starfsfólkið og við þurfum því að hlaupa mjög hratt til þess að nútímavæða kennsluhættina. Við þurfum að bjóða upp á sveigjanlegra námsframboð og tryggja að stjórnskipulag skólans og reikniflokkakerfið komi ekki í veg fyrir þverfaglegt samstarf þvert á deildir og svið. Við þurfum að vera sveigjanleg í því hvernig við hönnum námsleiðir; þar er þverfaglegt samstarf án efa framtíðin. Við þurfum einnig að endurskoða lengd námskeiða, taka jafnvel upp lotukerfi, styttri námskeið og hvernig námið er skipulagt. Við þurfum líka að nútímavæða námsmatið. Margt í okkar núverandi námsmati helgast af því að við erum í fjárþröng og þurfum að bjóða upp á mjög stór og fjölmenn námskeið þar sem erfitt er að vera með verkefnavinnu. En ég tel mjög mikilvægt að hafa kerfið sveigjanlegra og bæta einnig endurgjöf til nemenda. Fjórði punkturinn er símenntun. Nemendahópurinn er fjölbreyttur. Í honum eru nemendur sem koma beint úr stúdentsprófi en síðan er mjög stór hópur sem er kannski að koma í annað eða þriðja skipti inn í skólann. Það er ekki ólíklegt að þið sem eruð ný í skólanum eigið eftir að koma aftur inn í skólann. Ég hef þá hugsjón að Háskóli Íslands haldi mjög vel utan um alla útskrifaða nemendur og að þeir séu áfram hluti af háskólasamfélaginu. Þannig sé þeim gert auðvelt að koma inn aftur til þess einmitt að endurmennta og símennta sig. Við þurfum nefnilega á mjög fjölbreyttri hæfni að halda í framtíðinni; og við lærum ekki í eitt skipti fyrir öll. Mér finnst mjög mikilvægt að mynda á þennan hátt stórt háskólasamfélag – samfélag um nemendur Háskólans á öllum tímum - sem tengir Háskóla Íslands einnig betur út í íslenskt samfélag. Ég vildi benda á þessi fjögur atriði í upphafi fundarins og langar til þess að þakka aftur fyrir þessar góðu samræður sem hafa átt sér stað í skólanum í aðdraganda rektorskjörs. Verði ég kjörin rektor mun ég leggja mjög mikla áherslu á opið samtal við bæði nemendur og starfsmenn og vera sýnileg í skólanum. Þannig hef ég unnið hingað til í öllum mínum störfum, bæði innan og utan Háskóla Íslands. Ég hef unnið mikið fyrir stúdenta og var ármaður (formaður) skólafélagsins í Menntaskólanum við Sund. Þar barðist ég fyrir stúdenta, og var einnig virk í háskólasamfélaginu í Háskóla Íslands og í doktorsnámi mínu í Oxford. Hagur og samfélag stúdenta hefur alltaf skipt mig máli og endurspeglar sýn mína á háskólasamfélagið að ég tel hag stúdenta og starfsfólks bestan í mikilli samvinnu. Í sambandi við stjórnun og fjármögnun hef ég mikla reynslu ekki aðeins innan skólans og innan Árnastofnunar, heldur einnig utan hans þar sem ég hef leitt vinnu í vísindanefnd Vísinda- og tækniráð síðustu níu ár. Þar hefur náðst mikill árangur sem grundvallast á skýrri framtíðarsýn fyrir íslenskt vísindasamfélag og aðgerðaráætlun þar um. Á síðast ári var tryggð 2.8 milljarða aukning í samkeppnissjóði rannsókna og nýsköpunar. Raunverulega finnst mér það verkefni næsta rektors að tryggja Háskóla Íslands fjármagn eitt af mest spennandi verkefnunum sem bíða. Þarna þurfum við að fara fram inn í samfélagið og berjast fyrir hugsjónum okkar og framtíðarsýn um Háskólann. Ég hlakka mjög til þess að vinna með nemendum og starfsfólki að þessum og öðrum mikilvægum málum verði ég kjörin rektor Háskóla Íslands. Takk fyrir.Vísir bauð öllum frambjóðendunum þremur til rektors Háskóla Íslands að birta erindi sín frá kappræðunum á Háskólatorgi í vikunni.
Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun