Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna Bónuss Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2015 15:47 Fjölskylda fór fram á milljónir króna í bætur frá Högum eftir að starfsmenn Bónuss höfðu sakað hana um þjófnað úr verslun í Lóuhólum í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira