„Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2015 15:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. Þar ræddi hann um margt sem gerst hefur á síðustu tveimur árum frá því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu ríkisstjórn. „Menn hefðu þó vart getað talist skynsamir og hófsamir ef þeir hefðu á þeim tíma haldið því fram að á innan við tveimur árum yrði staða landsins búin að breytast jafnmikið til batnaðar og raun ber vitni,“sagði Sigmundur. Sigmundur sagði að þrátt fyrir það biðu enn ýmis verkefni úrlausnar og að framsóknarmenn muni enn hafa nóg að gera. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera sér grein fyrir hvaða árangur hafi náðst nú þegar, hvers vegna hann hafi náðst og láta hann vera hvatningu til að gera enn betur. „Framsóknarmenn eru gefnari fyrir að láta verkin tala en að stæra sig af þeim sjálfir. Hversdagslega er það ekki efst á listanum hjá okkur að segja sögur af eigin dugnaði og afrekum. En nú erum við ekki stödd á hversdagsfundi.“ Sigmundur sagði að nýlega hefðu fréttir verið sagðar af því að Ísland hefði náð aftur jafnmikilli landsframleiðslu og áður en kreppan hófst. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að landið hætti að safna skuldum og að stór hluti tekna ríkisins fari í að borga vexti „í stað þess að nýtast í það sem skiptir mestu máli, félagslegt öryggi, heilbrigði, menntun og trausta innviði.“ Á sama tíma hafi verið ráðist í mikið endurreisnarstarf á sviði félags- og heilbrigðismála. Sigmundur sagði framlög til heilbrigðismála aldrei hafa verið meiri og að skerðingar á lífeyris- og örorkubótum frá síðasta kjörtímabili hafi verið afnumdar og framlög hærri en þau hafi áður verið. „Á sviði heilbrigðis- og félagsmála mun þó þurfa að gera enn betur, og ef fram heldur sem horfir verðum við í aðstöðu til að gera það ár frá ári.“Störfum fjölgað Sigmundur sagði að frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumnum hafi störfum fjölgað um rúmlega tíu þúsund, sem samsvari um 22 störfum á dag. Hann sagði að aldrei hafi fleiri verið starfandi á Íslandi og að kaupmáttur hafi einnig aldrei verið hærri. Þá hafi verðbólgu verið haldið niðri. „Verðbólga hefur reyndar ekki haldist jafnlengi undir markmiði Seðlabankans og nú frá því að það var tekið upp, og fá dæmi eru um slík stöðugleikatímabil í Íslandssögunni. Gangi spár eftir, og ef við berum gæfu til að varðveita stöðugleikann, verður þetta lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og kaupmáttur mun halda áfram að vaxa ár frá ári.“ Þrátt fyrir að ástandið sé gott í samanburði við önnur lönd, sagði Sigmundur að mikilvægt væri að bæta áfram stöðu fólks með lægri- og millitekjur. „En þrátt fyrir að ástandið sé gott í samanburði við önnur lönd er mikilvægt að bæta áfram stöðu fólks með lægri- og millitekjur. Við eigum að sækja fram af enn meiri krafti til að skapa réttlátt samfélag jafnaðar, og gera það án þess að veikja hvatann til að vinna og skapa ný verðmæti.“ Þar að auki sagði Sigmundur að atvinnuleysi á Íslandi væri komið niður í það minnsta sem þekkist í Evrópu.Nýtt húsnæðiskerfi „Fyrir síðustu kosningar vorum við sögð hafa gefið út stærsta kosningaloforð allra tíma, þegar við töluðum fyrir mikilvægi þess að leiðrétta fasteignaveðlán heimilanna,“ sagði Sigmundur. „Eins og allir sem hér eru staddir vita höfum við að öllu leyti staðið við gefin fyrirheit svo nú geta þeir sem töluðu um mestu loforð allra tíma farið að tala um mestu efndir allra tíma.“ Hann sagði leiðréttinguna hafa verið einstaka á heimsvísu. Að keppinautar þeirra hefðu sagt hana vera óframkvæmanlega, en henni hafi verið hrint í framkvæmd á aðeins 18 mánuðum og hún hafi gengið betur en „jafnvel við höfðum þorað að vona.“ „Það liggur ljóst fyrir að heimilin hefðu ekki notið þeirrar leiðréttingar nema vegna þrotlausrar baráttu framsóknarmanna.“ Hann sagði að nú lægju fyrir umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra muni kynna fljótlega. Með því verði öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk taki lán til kaupa íbúð, leigi eða sé þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. „Félagslega kerfið verður bætt og sérstaklega hugað að lánveitingum á svæðum þar sem markaðurinn virkar ekki sem skyldi. Húsnæðismál hafa alltaf verið á forgangslista okkar framsóknarmanna.“ Hann sagði markmið þeirra vera að tryggja möguleika allra á að búa við öryggi, beina stuðningi til tekjulágra heimila og ungs fólks, forðast hvata til ósjálfbærrar skuldsetningar heimila og tryggja jafnræði í aðgangi að íbúðalánum óháð búsetu.Verja neytendur gegn verðhækkunum Fram kom í máli Sigmundar að ríkisstjórnin hafi samþykkt að unnin verði frumvörp á grundvelli niðurstöðu sérfræðinefndar um afnám verðtryggingar á neytendalánum. Hann sagði þá vinnu nú standa yfir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Verðtryggingin birtist víðar en í lánasamningum. Úttekt á vegum forsætisráðuneytisins sýndi að um helmingur innlendra samninga og innkaupa fyrirtækja eru beintengd við vísitölu neysluverðs. Slíkt er verðbólguhvetjandi, þar sem hækkun á einni vöru getur valdið sjálfvirkum hækkunum á óskyldri þjónustu eða vöru.“ Því hafi verið unnar tillögur að því hvernig verja megi neytendur fyrir sjálfkrafa verðhækkunum á vöru og þjónustu. Sigmundur sagði stöðu íslenskra rekstrarfyrirtækja hafa batnað til mikill a muna á kjörtímabilinu. Að sjávarútvegurinn hafi aldrei skilað jafnmiklum tekjum til þjóðarbúsins og nú. „Það gerir hann ekki aðeins þrátt fyrir heldur ekki síður vegna þess að ráðist var í breytingar á gjaldtöku af greininni til að verja minni og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki. Hefði sjávarútvegsráðherra ekki ráðist í breytingarnar var sýnt að fjöldi minni fyrirtækja í greininni hefði komist í þrot, samþjöppun aflaheimilda hefði aukist og fjölmörg byggðarlög hefðu lent í því að missa stoðir atvinnulífs og búsetu.“Fjármagnshöftin stærsta verkefnið Sigmundur sagði losun fjármagnshafta og myndun þess efnahagslega svigrúms sem skapast þarf samhliða því, vera stærsta verkefnið sem liggi fyrir. „Það er nánast villandi að kalla verkefnið stórt því það er svo umfangsmikið og hefur svo víðtæk áhrif að orðið „stórt“ nær varla utan um það. Það hvernig til tekst við lausn verkefnisins mun hafa áhrif á allt hitt.“ Undir lok ræðu sinnar sagði Sigmundur að fólk þurfi að þora að ræða hluti opinskátt. „Það er ekki gæfulegt að þrengja stöðugt rammann um það sem teljast leyfilegar skoðanir og gera svo íþrótt úr því að elta þá á röndum sem falla utan rammans á sama hátt og blóðhundar elta refi með lúðraþyt í bakgrunni. Góður málstaður getur varið sig með rökum og á ekki að óttast umræðu.“ Sigmundur vék máli sínu að mörgum öðrum málefnu en ræðu hans í heild sinni má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. Þar ræddi hann um margt sem gerst hefur á síðustu tveimur árum frá því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu ríkisstjórn. „Menn hefðu þó vart getað talist skynsamir og hófsamir ef þeir hefðu á þeim tíma haldið því fram að á innan við tveimur árum yrði staða landsins búin að breytast jafnmikið til batnaðar og raun ber vitni,“sagði Sigmundur. Sigmundur sagði að þrátt fyrir það biðu enn ýmis verkefni úrlausnar og að framsóknarmenn muni enn hafa nóg að gera. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera sér grein fyrir hvaða árangur hafi náðst nú þegar, hvers vegna hann hafi náðst og láta hann vera hvatningu til að gera enn betur. „Framsóknarmenn eru gefnari fyrir að láta verkin tala en að stæra sig af þeim sjálfir. Hversdagslega er það ekki efst á listanum hjá okkur að segja sögur af eigin dugnaði og afrekum. En nú erum við ekki stödd á hversdagsfundi.“ Sigmundur sagði að nýlega hefðu fréttir verið sagðar af því að Ísland hefði náð aftur jafnmikilli landsframleiðslu og áður en kreppan hófst. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að landið hætti að safna skuldum og að stór hluti tekna ríkisins fari í að borga vexti „í stað þess að nýtast í það sem skiptir mestu máli, félagslegt öryggi, heilbrigði, menntun og trausta innviði.“ Á sama tíma hafi verið ráðist í mikið endurreisnarstarf á sviði félags- og heilbrigðismála. Sigmundur sagði framlög til heilbrigðismála aldrei hafa verið meiri og að skerðingar á lífeyris- og örorkubótum frá síðasta kjörtímabili hafi verið afnumdar og framlög hærri en þau hafi áður verið. „Á sviði heilbrigðis- og félagsmála mun þó þurfa að gera enn betur, og ef fram heldur sem horfir verðum við í aðstöðu til að gera það ár frá ári.“Störfum fjölgað Sigmundur sagði að frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumnum hafi störfum fjölgað um rúmlega tíu þúsund, sem samsvari um 22 störfum á dag. Hann sagði að aldrei hafi fleiri verið starfandi á Íslandi og að kaupmáttur hafi einnig aldrei verið hærri. Þá hafi verðbólgu verið haldið niðri. „Verðbólga hefur reyndar ekki haldist jafnlengi undir markmiði Seðlabankans og nú frá því að það var tekið upp, og fá dæmi eru um slík stöðugleikatímabil í Íslandssögunni. Gangi spár eftir, og ef við berum gæfu til að varðveita stöðugleikann, verður þetta lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og kaupmáttur mun halda áfram að vaxa ár frá ári.“ Þrátt fyrir að ástandið sé gott í samanburði við önnur lönd, sagði Sigmundur að mikilvægt væri að bæta áfram stöðu fólks með lægri- og millitekjur. „En þrátt fyrir að ástandið sé gott í samanburði við önnur lönd er mikilvægt að bæta áfram stöðu fólks með lægri- og millitekjur. Við eigum að sækja fram af enn meiri krafti til að skapa réttlátt samfélag jafnaðar, og gera það án þess að veikja hvatann til að vinna og skapa ný verðmæti.“ Þar að auki sagði Sigmundur að atvinnuleysi á Íslandi væri komið niður í það minnsta sem þekkist í Evrópu.Nýtt húsnæðiskerfi „Fyrir síðustu kosningar vorum við sögð hafa gefið út stærsta kosningaloforð allra tíma, þegar við töluðum fyrir mikilvægi þess að leiðrétta fasteignaveðlán heimilanna,“ sagði Sigmundur. „Eins og allir sem hér eru staddir vita höfum við að öllu leyti staðið við gefin fyrirheit svo nú geta þeir sem töluðu um mestu loforð allra tíma farið að tala um mestu efndir allra tíma.“ Hann sagði leiðréttinguna hafa verið einstaka á heimsvísu. Að keppinautar þeirra hefðu sagt hana vera óframkvæmanlega, en henni hafi verið hrint í framkvæmd á aðeins 18 mánuðum og hún hafi gengið betur en „jafnvel við höfðum þorað að vona.“ „Það liggur ljóst fyrir að heimilin hefðu ekki notið þeirrar leiðréttingar nema vegna þrotlausrar baráttu framsóknarmanna.“ Hann sagði að nú lægju fyrir umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra muni kynna fljótlega. Með því verði öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk taki lán til kaupa íbúð, leigi eða sé þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. „Félagslega kerfið verður bætt og sérstaklega hugað að lánveitingum á svæðum þar sem markaðurinn virkar ekki sem skyldi. Húsnæðismál hafa alltaf verið á forgangslista okkar framsóknarmanna.“ Hann sagði markmið þeirra vera að tryggja möguleika allra á að búa við öryggi, beina stuðningi til tekjulágra heimila og ungs fólks, forðast hvata til ósjálfbærrar skuldsetningar heimila og tryggja jafnræði í aðgangi að íbúðalánum óháð búsetu.Verja neytendur gegn verðhækkunum Fram kom í máli Sigmundar að ríkisstjórnin hafi samþykkt að unnin verði frumvörp á grundvelli niðurstöðu sérfræðinefndar um afnám verðtryggingar á neytendalánum. Hann sagði þá vinnu nú standa yfir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Verðtryggingin birtist víðar en í lánasamningum. Úttekt á vegum forsætisráðuneytisins sýndi að um helmingur innlendra samninga og innkaupa fyrirtækja eru beintengd við vísitölu neysluverðs. Slíkt er verðbólguhvetjandi, þar sem hækkun á einni vöru getur valdið sjálfvirkum hækkunum á óskyldri þjónustu eða vöru.“ Því hafi verið unnar tillögur að því hvernig verja megi neytendur fyrir sjálfkrafa verðhækkunum á vöru og þjónustu. Sigmundur sagði stöðu íslenskra rekstrarfyrirtækja hafa batnað til mikill a muna á kjörtímabilinu. Að sjávarútvegurinn hafi aldrei skilað jafnmiklum tekjum til þjóðarbúsins og nú. „Það gerir hann ekki aðeins þrátt fyrir heldur ekki síður vegna þess að ráðist var í breytingar á gjaldtöku af greininni til að verja minni og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki. Hefði sjávarútvegsráðherra ekki ráðist í breytingarnar var sýnt að fjöldi minni fyrirtækja í greininni hefði komist í þrot, samþjöppun aflaheimilda hefði aukist og fjölmörg byggðarlög hefðu lent í því að missa stoðir atvinnulífs og búsetu.“Fjármagnshöftin stærsta verkefnið Sigmundur sagði losun fjármagnshafta og myndun þess efnahagslega svigrúms sem skapast þarf samhliða því, vera stærsta verkefnið sem liggi fyrir. „Það er nánast villandi að kalla verkefnið stórt því það er svo umfangsmikið og hefur svo víðtæk áhrif að orðið „stórt“ nær varla utan um það. Það hvernig til tekst við lausn verkefnisins mun hafa áhrif á allt hitt.“ Undir lok ræðu sinnar sagði Sigmundur að fólk þurfi að þora að ræða hluti opinskátt. „Það er ekki gæfulegt að þrengja stöðugt rammann um það sem teljast leyfilegar skoðanir og gera svo íþrótt úr því að elta þá á röndum sem falla utan rammans á sama hátt og blóðhundar elta refi með lúðraþyt í bakgrunni. Góður málstaður getur varið sig með rökum og á ekki að óttast umræðu.“ Sigmundur vék máli sínu að mörgum öðrum málefnu en ræðu hans í heild sinni má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44