Innlent

Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Um eitt stærsta fíkniefnamál í lengri tíma hér á landi er að ræða.
Um eitt stærsta fíkniefnamál í lengri tíma hér á landi er að ræða. Vísir/VAlli
Hollenskar mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa gert tilraun til að smygla tæplega 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Um er að ræða amfetamín, kókaín og MDMA, sem tollverðir fundu í ferðatöskum þeirra. Um eitt stærsta fíkniefnamál í lengri tíma hér á landi er að ræða.

 

Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka á mánudagsmorgun. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið þær handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins og sætir hann einnig gæsluvarðhaldi. Verða þau í gæsluvarðhaldi til 15. apríl.

Sjá einnig:Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum

Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að sinni þar sem málið sé á viðkvæmu rannsóknarstigi en samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að náin samvinna Tollstjóra, lögreglustjórans á Suðurnesjum, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol hafi skilað þeim árangri sem þarna náðist í baráttunni gegn smygli á fíkniefnum til landsins.


Tengdar fréttir

Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr

Allar líkur eru á því að hér á landi sé viðamikil amfetamínframleiðsla. Lögreglan leggur hald á umtalsvert minna magn af efninu síðustu ár en neyslan er hin sama.

Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum

Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×