„Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2015 07:48 Frá fundum BHM og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í Höfðaborg í Reykjavík síðastliðinn föstudag. vísir/Valli Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. Þar segir að verkföll félagsmanna hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur án þess að nokkur tillaga hafi komið frá ríkinu sem gæti skapað umræðugrundvöll um kjarasamninga sem sýna að menntun sé metin til launa. „Síendurtekin tregða samninganefndar ríkisins til fundahalda hefur einnig orðið til þess að tefja framgang viðræðna að óþörfu.“ Krafa BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum sé fyrst og fremst að menntun verði metin til launa. „Síendurteknar fullyrðingar um að sameiginlegar kröfur BHM félaganna snúist um 50-100% launahækkanir eiga sér engan stað í raunveruleikanum og verða ekki túlkaðir öðruvísi en sem tilraun til að afvegaleiða opinbera umræðu. Ekki verður þó horft fram hjá því fordæmi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett með kjarasamningum við lækna og framhaldsskólakennara sem m.a tryggðu þeim 25-30% launahækkunum á þeim grundvelli að eðlilegt sé að menntun þeirra sé metin til launa.“ Í ályktuninni segir að mikið sé undir í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fram hafi komið í skýrslum Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins að ríkið muni eiga í vandræðum með að laða til sín hæft fólk til að sinna mikilvægri þjónustu ríkisins bjóði það ekki viðunandi starfskjör. „Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í opinberri umræðu sýnt að hann skilur um hvað málið snýst og hversu alvarleg staða það er fyrir ríkið og samfélagið allt ef fólk sér ekki fjárhagslegan hvata til þess að mennta sig.“ Stjórn BHM skorar á fjármála- og efnahagsráðherra og samninganefnd hans að beina nú öllum sínum kröftum að gerð kjarasamninga við BHM svo verkföllum megi ljúka sem allra fyrst. „Samninganefnd BHM bíður við samningaborðið eftir tillögum sem sýna skilning ráðamanna á nauðsyn þess að meta menntun til launa. Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða sem duga til að þessi deila leysist.“ Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. Þar segir að verkföll félagsmanna hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur án þess að nokkur tillaga hafi komið frá ríkinu sem gæti skapað umræðugrundvöll um kjarasamninga sem sýna að menntun sé metin til launa. „Síendurtekin tregða samninganefndar ríkisins til fundahalda hefur einnig orðið til þess að tefja framgang viðræðna að óþörfu.“ Krafa BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum sé fyrst og fremst að menntun verði metin til launa. „Síendurteknar fullyrðingar um að sameiginlegar kröfur BHM félaganna snúist um 50-100% launahækkanir eiga sér engan stað í raunveruleikanum og verða ekki túlkaðir öðruvísi en sem tilraun til að afvegaleiða opinbera umræðu. Ekki verður þó horft fram hjá því fordæmi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett með kjarasamningum við lækna og framhaldsskólakennara sem m.a tryggðu þeim 25-30% launahækkunum á þeim grundvelli að eðlilegt sé að menntun þeirra sé metin til launa.“ Í ályktuninni segir að mikið sé undir í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fram hafi komið í skýrslum Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins að ríkið muni eiga í vandræðum með að laða til sín hæft fólk til að sinna mikilvægri þjónustu ríkisins bjóði það ekki viðunandi starfskjör. „Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í opinberri umræðu sýnt að hann skilur um hvað málið snýst og hversu alvarleg staða það er fyrir ríkið og samfélagið allt ef fólk sér ekki fjárhagslegan hvata til þess að mennta sig.“ Stjórn BHM skorar á fjármála- og efnahagsráðherra og samninganefnd hans að beina nú öllum sínum kröftum að gerð kjarasamninga við BHM svo verkföllum megi ljúka sem allra fyrst. „Samninganefnd BHM bíður við samningaborðið eftir tillögum sem sýna skilning ráðamanna á nauðsyn þess að meta menntun til launa. Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða sem duga til að þessi deila leysist.“
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira