Ríkisskattstjóra skortir vopn í baráttu við kennitöluflakk Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 19:00 Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli. Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli.
Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46