Slush Play Reykjavík haldin í fyrsta sinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 16:20 Ólafur Ragnar Grímsson og Hilmar Veigar ræddu tölvuleikjaiðnaðinn á íslenskri tölvuleikaráðstefnu í dag. mynd/halldóra ólafs Tölvuleikjaráðstefnan Slush Play Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í dag í Gamla bíó. Ráðstefnan er haldin að finnskri fyrirmynd en meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna í dag voru Hilmar Veigar, forstjóri CCP, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.Hilmar Veigar, forstjóri CCP.mynd/halldóra ólafsÍ opnunarræðu ráðstefnunnar talaði Hilmar um mikilvægi þess að ungir sprotar hér á landi fái tækifæri til að hitta fjárfesta og erlenda fjölmiðla á ráðstefnu sem þessari, þar sem oft og tíðum sé ekki til fjármagn til að ferðast um heiminn á fyrsta stigi nýsköpunar. Þá talaði hann um hvernig fjölmörg ný fyrirtæki urðu til sem afsprengi fyrirtækisins OZ frá því á tíunda áratug síðustu aldar. „Oftar en ekki, þegar það komu hindranir í sögu OZ, urðu til góðar hugmyndir sem sumar urðu til þess að ný fyrirtæki urðu til. Reynslan sem varð til á þessum árum, samstarf fólks og sagan skipti miklu máli í hvernig iðnaðurinn hefur þróast,“ sagði hann. „Þessi margföldunaráhrif eru mikilvæg þegar við horfum til iðnaðarins og hvernig við viljum sjá hann vaxa inn í framtíðina,“ sagði Hilmar.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.mynd/halldóra ólafsÓlafur Ragnar sagði að íslenski tölvuleikjaiðnaðurinn hefði sannað að Ísland gæti verið mikilvæg þjóð í nýjum sagnarheimi tölva og hátækni. „Fjölmörg íslensk leikjafyrirtæki hafa skapað sér nöfn á alþjóðarvísu, og eru orðin leiðandi á sínu sviði. Ástæðan fyrir því að mínu mati má rekja til þess að við höfum í arfleifð okkar hæfileika til að segja sögur, og tölvuleikur er í raun og veru ef tekin er öll tæknin úr iðnaðinum, nútímalegt sagnaform,“ sagði hann. „Í öðru lagi, þá gerir smæð þjóðarinnar það að verkum að við vinnum þétt saman þvert á fög og iðnaði. Listamenn ræða við viðskiptafólk. Tölvuforritarar við markaðsfólk. Sökum þess hversu fá við erum þá verður landið einskonar suðupottur nýrra hugmynda,“ sagði forsetinn. Leikjavísir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Tölvuleikjaráðstefnan Slush Play Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í dag í Gamla bíó. Ráðstefnan er haldin að finnskri fyrirmynd en meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna í dag voru Hilmar Veigar, forstjóri CCP, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.Hilmar Veigar, forstjóri CCP.mynd/halldóra ólafsÍ opnunarræðu ráðstefnunnar talaði Hilmar um mikilvægi þess að ungir sprotar hér á landi fái tækifæri til að hitta fjárfesta og erlenda fjölmiðla á ráðstefnu sem þessari, þar sem oft og tíðum sé ekki til fjármagn til að ferðast um heiminn á fyrsta stigi nýsköpunar. Þá talaði hann um hvernig fjölmörg ný fyrirtæki urðu til sem afsprengi fyrirtækisins OZ frá því á tíunda áratug síðustu aldar. „Oftar en ekki, þegar það komu hindranir í sögu OZ, urðu til góðar hugmyndir sem sumar urðu til þess að ný fyrirtæki urðu til. Reynslan sem varð til á þessum árum, samstarf fólks og sagan skipti miklu máli í hvernig iðnaðurinn hefur þróast,“ sagði hann. „Þessi margföldunaráhrif eru mikilvæg þegar við horfum til iðnaðarins og hvernig við viljum sjá hann vaxa inn í framtíðina,“ sagði Hilmar.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.mynd/halldóra ólafsÓlafur Ragnar sagði að íslenski tölvuleikjaiðnaðurinn hefði sannað að Ísland gæti verið mikilvæg þjóð í nýjum sagnarheimi tölva og hátækni. „Fjölmörg íslensk leikjafyrirtæki hafa skapað sér nöfn á alþjóðarvísu, og eru orðin leiðandi á sínu sviði. Ástæðan fyrir því að mínu mati má rekja til þess að við höfum í arfleifð okkar hæfileika til að segja sögur, og tölvuleikur er í raun og veru ef tekin er öll tæknin úr iðnaðinum, nútímalegt sagnaform,“ sagði hann. „Í öðru lagi, þá gerir smæð þjóðarinnar það að verkum að við vinnum þétt saman þvert á fög og iðnaði. Listamenn ræða við viðskiptafólk. Tölvuforritarar við markaðsfólk. Sökum þess hversu fá við erum þá verður landið einskonar suðupottur nýrra hugmynda,“ sagði forsetinn.
Leikjavísir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira