Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 13:06 Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira