Erlent

Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki

Atli Ísleifsson skrifar
Hlutinn sást innan finnskrar landhelgi.
Hlutinn sást innan finnskrar landhelgi. Vísir/Getty
Finnski sjóherinn leitar nú kafbáts undan strönd höfuðborgarinnar Helsinki, Tilkynningar hafa borist um að sést hafi til óþekkts hlutar í sjónum á þessum slóðum, bæði í gær og í dag.

YLE greinir frá því að hluturinn hafi sést innan finnskrar landhelgi.

Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið.

Sænski herinn leitaði að kafbát í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm í október síðastliðinn. Var þá talið að um rússneskan kafbát hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

Dularfullur kafbátur í Svíþjóð

Rússneskt skip sem er sérstaklega búið tækjum til leitar á hafsbotni siglir nú í átt að sænska Skerjagarðinum þar sem umfangsmikil leit stendur yfir að óþekktum kafbát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×