Erlent

Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Tæplega þrjú hundruð létu lífið þegar vél Malaysia Airlines frá Amsterdam til Kuala Lumpur fórst.
Tæplega þrjú hundruð létu lífið þegar vél Malaysia Airlines frá Amsterdam til Kuala Lumpur fórst. vísir/afp
Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. BBC greinir frá.

Fjölmiðlar í Þýskalandi fullyrða að tveimur dögum áður en vélinni var grandað hefði utanríkisráðuneyti landsins verið greint því því að ástandið væri „mjög hættulegt“. Þýska leyniþjónustan segist ítrekað hafa varað við hættum þess að fljúga yfir svæðið en talsmenn Lufthansa segja í samtali við BBC að þeim hafi ekki verið gert viðvart um yfirvofandi hættur. Þrjár vélar hefðu flogið yfir svæðið sama dag og malasísku vélinni hafi verið grandað, ein einungis tuttugu mínútum áður. Því er talið að tilviljun hafi ráðið því að engin þeirra hafi orðið fyrir árás.

Tæplega þrjú hundruð létu lífið þegar vél Malaysia Airlines frá Amsterdam til Kuala Lumpur fórst.


Tengdar fréttir

Flytja MH17 af slysstað

Vinna er hafin við að fjarlægja brak flugvélar Malaysian Airlines af slysstað í Úkraínu.

Fjarlægja brak MH17

Vinna er hafin við að fjarlægja flugvélarflak MH17 sem var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×