Viðskipti innlent

Oz kynnti þjónustu sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 800 manns úr kvikmynda,sjónvarps, tónlistar, og skemmtanaiðnaðinum voru viðstaddir þegar íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ kynnti nýja þjónustu sína á Ace hótelinu í Los Angeles á dögunum. Þessi tímamót hjá fyrirtækinu sem marka opnun nýrrar þjónustu sem er nú aðgengileg um heim allan.

Þjónustan gerir hverjum sem er kleift að búa til sína eigin áskriftarstöð og velja sér áskriftargjald sem hentar hverri og einni sjónvarpsstöð. Meðal þeirra sem kynntu nýjar stöðvar á OZ og komu fram voru íslensku hljómsveitirnar GusGus, Retro Stefson og Samaris.

Guðjón Már, framkvæmdastjóri OZ segir þó kerfið ekki snúast eingöngu um tónlist því skapandi einstaklingar úr öllum geirum séu að setja upp rásir á OZ. Á fyrstu dögum eftir opnun þjónustunnar voru um 600 rásir standsettar af einstaklingum og fyrirtækjum frá yfir 300 borgum víða um heim. Hvort sem um er að ræða kvikmyndir, íþróttir, barnaefni, matreiðslu, tónlist eða kennsluefni.

 „OZ er einfaldlega fyrir alla sem vilja afla sér tekna með áskriftarrás á netinu“ segir Guðjón í tilkynningu. „Við höfum séð kennara frá Afríku opna stöð á OZ. Við höfum einnig séð fjölmarga notendur á öllumaldri opna fyrir stöðvar um sín áhugamál, eins og hjólabretti, jóga, klettaklifur, tónlist og listir.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×