Lífið

„Þetta var ótrúlega góð æfing fyrir stóru keppnina“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
María á sviðinu í Rússlandi fyrir helgi
María á sviðinu í Rússlandi fyrir helgi
María Ólafsdóttir sem stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision þetta árið söng Unbroken á tónleikum í Rússlandi síðastliðinn föstudag. Á tónleikunum komu fram ellefu lönd sem taka þátt í söngvakeppninni. Flutning Maríu má sjá hér að neðan.

„Þetta var ótrúlega góð æfing fyrir stóru keppnina, það var líka stór blaðamannafundur sem var mjög góður undirbúningur og gaf mér smá innsýn inn í það hvernig þetta verður úti,“ segir María í samtali við Vísi. Eins og sést á myndbandinu var mikið klappað fyrir flutningi Maríu og hún segir að vel hafi verið tekið á móti laginu. Tónleikarnir og förin í heild sinni heppnaðist ótrúlega vel að sögn Maríu. Fjölmiðlar og aðdáaendur virðast áhugasamir um lagið og Maríu sjálfa.

Sjá einnig: María verður berfætt í bleikum kjól 

Í myndbandinu má sjá Maríu berfætta og í bleikum kjól. Líkt og Vísir hefur greint frá verður María einmitt berfætt og í bleikum kjól á stóra kvöldinu. Þetta er þó ekki hinn eini sanni bleiki kjóll en hann verður frumsýndur í Kringlunni þann 9. maí.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.