Samtökin 78 skoðuðu ummæli tæplega þrjátíu einstaklinga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 12:17 Árni Grétar er framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Valli „Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar. Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
„Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar.
Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira