Samtökin 78 skoðuðu ummæli tæplega þrjátíu einstaklinga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 12:17 Árni Grétar er framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Valli „Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar. Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
„Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar.
Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira