Innlent

Vilborg komin óhult í grunnbúðirnar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vilborg í grunnbúðunum í fyrra.
Vilborg í grunnbúðunum í fyrra.
Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, er komin heil af húfi í grunnbúðir Everest. Hún var flutt með björgunarþyrlu fyrr í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar en hún gat stuttlega látið fjölskyldu sína vita af stöðunni. Sambandið er slæmt á svæðinu samkvæmt uppfærslunni enda er ástandið á fjallinu ekki gott.

Ingólfur Ragnar Axelsson er staddur í búðum eitt. Ingólfur er í fimm manna gönguhópi í 6000 metra hæð á Everestfjalli. Þær búðir eru 800 metrum ofar en grunnbúðirnar en senda á þyrlur til þess að bjarga öllum fjallgöngumönnum á morgun. Vilborg var í öðrum gönguhópi en Ingólfur.





Vilborg hafði stutt samband við fjölskylduna til að láta vita að hún hafi komist óhult niður í Base Camp fyrr í dag með...

Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on Sunday, April 26, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×