Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 17:20 Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals í kjölfar skjálftans. Vísir/AFP Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20