Innlent

Interpol lýsir eftir Íslendingi

Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi.

Fréttastofa RÚV greindi frá þessu fyrr í dag. Í fréttinni segir að Gunnar Þór sé eftirlýstur af Interpol vegna gruns um aðild að smygli á fjórum kílóum af amfetamíni til Íslands.

RÚV greinir frá því að Íslendingur hafi verið handtekinn í Svíþjóð í október á síðasta ári vegna gruns um að hafa ætlað sér að flytja fíkniefnin til Íslands. Maðurinn er enn í haldi sænsku lögreglunnar og bíður dóms. Gunnar Þór sé hins vegar grunaður um að hafa skipulagt smyglið.

Á heimasíðu Interpol eru brot Gunnars Þórs sögð varða allt að tólf ára fangelsi.

Gunnar Þór á langan sakaferil að baki. Árið 2011 var hann dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir rán, þjófnaði, fíkniefnabrot og brot gegn valdstjórninni þegar hann sló lögreglumann í andlitið. Hann hafði þá alls sautján sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×