Erlent

Bruce Jenner er transkona

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Bruce Jenner.
Bruce Jenner. Skjáskot
Raunveruleikastjarnan og afreksmaðurinn í íþróttum, Bruce Jenner, tilkynnti að hún væri transkona í viðtali við Diane Sawyer á sjónvarpsstöðinni ABC í gærkvöldi.

Bruce Jenner er sennilega best þekktur fyrir að vera faðir Kardashian-systra, úr þáttunum Keeping Up With The Kardashians.

„Ég er ég. Ég er manneskja. Þetta er ég. Ég er ekki fastur í neinum líkama,“ sagði Jenner í viðtalinu í gærkvöldi. „Sama hvernig er litið á það, er ég kona. Fólk lítur á mig öðruvísi. Það sér mig sem karlmann, en hjartað í mér og sálin og allt sem ég geri í lífinu sem er hluti af mér, þessi kvenlega hlið - hún er líka hluti af mér.“

Bruce hélt áfram. „Ég er með kynfæri karlmanns og allt það þannig að við erum ólík að mörgu leyti, en við upplifum okkur báðar konur,“ sagði Jenner við Sawyer. „Það er mjög erfitt fyrir Bruce Jenner. Af hverju? Því ég vil ekki valda fólki vonbrigðum.“

Jenner hélt áfram og sagðist laðast kynferðislega að kvenfólki. Hún lagði áherslu á muninn á kyni og kynhneigð. Sem barn klæddi hún sig upp sem kona.

Jenner sagði einnig frá því að hún hefur um árabil farið út á meðal fólks, klædd sem kona.

„Var mikilvægt fyrir þig að taka þá áhættu?“ spurði Sawyer.

„Ekki spurning“ svaraði hann. 

Margir hafa lýst yfir stuðningi við Jenner síðan viðtalið birtist, meðal annars Kim Kardashian.

Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan.


ABC Breaking US News | US News Videos



Fleiri fréttir

Sjá meira


×