Innlent

Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Strokkur gaus rauðu í nokkur skipti í dag.
Strokkur gaus rauðu í nokkur skipti í dag.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. Tilkynning um málið barst lögreglunni í dag eftir frétt sem birtist um málið í morgun. Lögreglan telur að um brot á lögum um náttúruvernd sé að ræða. 

Listamaðurinn Marco Evaristti hellti í morgun rauðu litarefni ofan í hverinn sem varð til þess að hann gaus rauðleitu gosi í einhver skipti eftir það. Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysis, sagði í samtali við Vísi að listamaðurinn hafi með þessu sett sig í stórhættu og sagði að óskað yrði eftir fundi með stjórnvöldum um málið. Verklagi þurfi að breyta og að nauðsynlegt sé að hafa eftirlit með svæðinu allan sólarhringinn.

Myndskeið af uppátækinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Strokkur gaus rauðu - Myndband

Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×