Víkingur er einu skrefi frá sæti í Olís-deild karla.
Víkingur lagði Fjölni í kvöld, 26-27, í æsispennandi leik. Fjölnir leiddi lengstum en lokasprettur Víkinga var magnaður.
Staðan í einvígi liðanna er nú 2-0 fyrir Víking sem getur tryggt sætið í efstu deild á heimavelli sínum á laugardag.
Fjölnir-Víkingur 26-27
Mörk Fjölnis: Arnar Ingi Guðmundsson 7, Breki Dagsson 5, Kristján Örn Kristjánsson 4, Bjarki Lárusson 4, Sveinn Þorgeirsson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Bergur Snorrason 1, Sigurður Guðjónsson 1.
Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Arnar Freyr Theodórsson 6, Sigurður Eggertsson 4, Hlynur Óttarsson 3, Einar Gauti Ólafsson 3, Hjálmar Þór Arnarson 2, Egil Björgvinsson 2, Jón Hjálmarsson 1.

