Innlent

Holtaskóli vann Skólahreysti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá keppendur í viðtali við RÚV eftir keppnina.
Hér má sjá keppendur í viðtali við RÚV eftir keppnina. mynd/ruv.is
Holtaskóli vann Skólahreysti á úrslitakvöldinu í Laugardalshöllinni í kvöld en keppnin fór fram í 11. sinn. 110 grunnskólar hófu keppni í Skólahreysti fyrr á árinu en 12 skólar tóku þátt í kvöld. Holtaskóli vann keppnina í fjórða sinn í kvöld.

Réttarholtsskóli lenti í 2. sæti og það var síðan Lindaskóli sem hafnaði í þriðja sæti keppninnar. Í Skólahreysti keppa grunnskólar landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda.

Þeir skólar sem tóku þátt á úrslitakvöldinu í kvöld voru Breiðholtsskóli, Brekkubæjarskóli, Dalvíkurskóli, Fellaskóli Fellabæ, Grunnskólinn á Ísafirði, Grunnskólinn í Hveragerði, Heiðarskóli, Holtaskóli, Lindaskóli, Réttarholtskóli, Síðuskóli og Valhúsaskóli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×