Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Stefán Árni Pálsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 22. apríl 2015 18:27 Óskar Steinn Ómarsson og Gylfi Ægisson tókust á í dag. Vísir „Samþykktin er í þremur liðum. Í fyrsta lagi að farið verði í þróun fyrir alla bekki grunnskóla og það verði gert í samtökin 78 því þar starfa sérfræðingar um þessi málefni,“ segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans samtaka ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann var mættur ásamt Gylfa Ægissyni í þátt Pétur Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu í dag. Þar var rætt um ákvörðun Hafnafjarðarbæjar um að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Mikil umræða hefur verið um málið á útvarpsstöðinni í vikunni og var stofnuð síða undir nafninu Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“Óskar segir að nemendum grunnskóla hafnarfjarðar verði boðið upp á einstaklingsráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. „Nú þarftu að sækja þjónustuna sérstaklega til samtakanna. Bjóða upp á þetta í skólunum. Setja starfsmenn í Hafnarfirði á námskeið. Það er ekki stjórnmálamanna að skrifa námsbækur. Er ekki með nána útfærslu á þessu. Hugmyndin er sú að bjóða nemendum upp á ráðgjöf og að þróa sérstakt námsefni.“ Þessu svaraði Gylfi á þessa leið: „Ég myndi nú telja að samtökin 78 séu ekki sérfræðingar, langt frá því. Ég myndi ekki fara með börnin mín þangað og það er greitt fyrir þetta af hinu opinbera.“Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúður Karlsdóttir voru bæði í þættinum í dag.vísir/auðunnÞví næsta bar Pétur upp spurninguna: Þarf fólk ekki sérstaka kennaramenntun til að koma að kennslunni?„Ég er ekki að tala um að samtökin taki yfir menntun heldur aðeins þróun námsefnis. Það er hvergi talað um það í þessari tillögu að 78 komi að kennslu. Tillagan er ekki sértæk og verið er að leggja línur og svo vísað til fræðsluráðs til nánari útfærslu,“ segir Óskar.Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguHann bætti síðan við að það væri ekki hlutverk leiðbeinanda að komast að kynhneigð fólks. „Þetta snýst um að hjálpa börnum og unglingum hvað það sé. Ég er ekki að segja að samtökin komi í fyrsta bekk og flokki fólk eftir kynhneigð og ég er ekki með námsefni fyrir sex ára bekk tilbúið. Námsefnið getur t.d. verið að tala um fjölbreytt fjölskylduform og eyða gagnkynhneigðarhyggju sem er ríkjandi í samfélaginu.“ Gylfi segist vera hræddur um að börn skemmist með því að taka þátt í Gleðigöngunni. Pétur spurði Óskar hvort hann telji þá sem séu andvígir þessari fræðslu haldna vanþekkingu eða fordómum. „Ég held það og sérstaklega þegar fólk segir að þetta sé áróður eða heilaþvottur. Það gefur til kynna að kynhneigð sé áunnin. Að þetta sé eitthvað sem fólk geti tekið upp og smitast af fræðslu. Gylfi talar um að fólk sé hrætt um að missa Facebook vini. Ég er stundum hræddur þegar ég leiði kærastann minn niður Laugaveginn.“ Óskar segir að það skipti ekki máli hversu fáir samkynhneigðir séu, þeir verða finna að þeir tilheyri samfélaginu. „Ég upplifði alltaf að ég væri öðruvísi. Það var engin umræða, það var engin fræðsla. Samkynhneigð er þögguð niður í skólakerfinu og það er mikilvægt fyrir alla að fá fræðslu til að koma í veg fyrir orðræðu og hatur í skólanum.“Sjá einnig: Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma?Gylfi talar þá um lúsugan vin sinn á Siglufirði. „Það þorði enginn að slást við okkur því það héldu allir að ég væri lúsugur líka. Það er alltaf verið að segja að ég hati homma. Mér þykir vænt um Pál Óskar, hann byrjaði hjá mér og Hemma Gunn,“ segir Gylfi og bætti því við að hann hataði perra og barnaperra. „Það er eins og þið séuð að fara að leita að nál í heystakk og finna eitt eða tvö börn. Auðvitað er það perraskapur að ætla að hræra í sex ára börnum. Þjóðfélagið er svo hræðilegt. Göngurnar eiga að vera bannaðar innan 18 ára.“ Pétur sagði að Íslendingar hefðu veitt samkynhneigðum mikil réttindi og frelsi. Hann bætti síðan við hvort Óskari þætti ekki ástæðulaust að ögra gagnkynhneigðum með því að fara fram á það að sex ára gömul börn læri þessi fræði eins og hann orðaði það.Gylfi Ægisson fór mikinn í þættinum.Vísir„Eva Hlín Vilhjálmsdóttir lagði fram þessa tillögu. Þegar hún var í grunnskóla þá átti vinkona hennar tvær mæður. Þá var reglulega verið að eggja húsið þeirra og bara útaf því að hún átti tvær mæður. Það er ekki eins og Íslendingar hafi samið frið við hinsegin fólk. Það er ekki eins og þetta sé hópur sem þarf að semja frið við. Hinsegin fólk er ekki hópur sem mætir í einhverja kjaraviðræðu og það er réttur hvers barns að fá að alast upp án þess að verið sé að eggja heimili þess.“ Pétur spurði því næst Óskar hvort ekki væri hægt að hafa kennslu í mannréttindum hinsegin fólks í stað þess að vera með kynfræðslu fyrir sex ára börn. „Ég veit ekki af hverju er verið að tala um kynfræðslu fyrir sex ára börn. Það er aðeins þú og þínir hlustendur því þeir tengja allt við klám og kynlíf. Ég elska kærastann minn, ég er með honum af því elska hann, ekki af því ég elska typpi.“ Gylfi var spurður hvort það væru vísanir í kynlíf í Gleðigöngunni.„Þeir eru nú hættir leðurhommarnir. Ég prentaði fullt af myndunum og hér má sjá mann með typpið út úr buxunum. Bara þessi eina mynd sannar það,“ segir Gylfi og dregur því næst fram mynd af konu með písk. „Þetta er notað til að lemja fólk í ástarleikjum. Þarna spássera flottustu þingmenn og spaðar bæjarins og halda ekki vatni við þessu. Þarna er Sigríður Friðjónsdóttir [Ríkissaksóknari] á þríhjóli með kærustu sinni. Ég er alveg tilbúinn að fara í fangelsi fyrir mín orð. Saksóknari á að fara í fangelsi fyrir að brjóta lögin og hún gerir það sannarlega með þátttöku sinni í þessu,“ segir Gylfi og heldur áfram: „Ég finn til með hinsegin fólki, mér finnst það frekt og ég held að Páll Óskar sé brjálæður út í mig. Það er bara útaf því að ég er hreinskilinn maður og ætla að standa í þessu þar til ég dey.“ Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
„Samþykktin er í þremur liðum. Í fyrsta lagi að farið verði í þróun fyrir alla bekki grunnskóla og það verði gert í samtökin 78 því þar starfa sérfræðingar um þessi málefni,“ segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans samtaka ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann var mættur ásamt Gylfa Ægissyni í þátt Pétur Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu í dag. Þar var rætt um ákvörðun Hafnafjarðarbæjar um að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Mikil umræða hefur verið um málið á útvarpsstöðinni í vikunni og var stofnuð síða undir nafninu Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“Óskar segir að nemendum grunnskóla hafnarfjarðar verði boðið upp á einstaklingsráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. „Nú þarftu að sækja þjónustuna sérstaklega til samtakanna. Bjóða upp á þetta í skólunum. Setja starfsmenn í Hafnarfirði á námskeið. Það er ekki stjórnmálamanna að skrifa námsbækur. Er ekki með nána útfærslu á þessu. Hugmyndin er sú að bjóða nemendum upp á ráðgjöf og að þróa sérstakt námsefni.“ Þessu svaraði Gylfi á þessa leið: „Ég myndi nú telja að samtökin 78 séu ekki sérfræðingar, langt frá því. Ég myndi ekki fara með börnin mín þangað og það er greitt fyrir þetta af hinu opinbera.“Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúður Karlsdóttir voru bæði í þættinum í dag.vísir/auðunnÞví næsta bar Pétur upp spurninguna: Þarf fólk ekki sérstaka kennaramenntun til að koma að kennslunni?„Ég er ekki að tala um að samtökin taki yfir menntun heldur aðeins þróun námsefnis. Það er hvergi talað um það í þessari tillögu að 78 komi að kennslu. Tillagan er ekki sértæk og verið er að leggja línur og svo vísað til fræðsluráðs til nánari útfærslu,“ segir Óskar.Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguHann bætti síðan við að það væri ekki hlutverk leiðbeinanda að komast að kynhneigð fólks. „Þetta snýst um að hjálpa börnum og unglingum hvað það sé. Ég er ekki að segja að samtökin komi í fyrsta bekk og flokki fólk eftir kynhneigð og ég er ekki með námsefni fyrir sex ára bekk tilbúið. Námsefnið getur t.d. verið að tala um fjölbreytt fjölskylduform og eyða gagnkynhneigðarhyggju sem er ríkjandi í samfélaginu.“ Gylfi segist vera hræddur um að börn skemmist með því að taka þátt í Gleðigöngunni. Pétur spurði Óskar hvort hann telji þá sem séu andvígir þessari fræðslu haldna vanþekkingu eða fordómum. „Ég held það og sérstaklega þegar fólk segir að þetta sé áróður eða heilaþvottur. Það gefur til kynna að kynhneigð sé áunnin. Að þetta sé eitthvað sem fólk geti tekið upp og smitast af fræðslu. Gylfi talar um að fólk sé hrætt um að missa Facebook vini. Ég er stundum hræddur þegar ég leiði kærastann minn niður Laugaveginn.“ Óskar segir að það skipti ekki máli hversu fáir samkynhneigðir séu, þeir verða finna að þeir tilheyri samfélaginu. „Ég upplifði alltaf að ég væri öðruvísi. Það var engin umræða, það var engin fræðsla. Samkynhneigð er þögguð niður í skólakerfinu og það er mikilvægt fyrir alla að fá fræðslu til að koma í veg fyrir orðræðu og hatur í skólanum.“Sjá einnig: Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma?Gylfi talar þá um lúsugan vin sinn á Siglufirði. „Það þorði enginn að slást við okkur því það héldu allir að ég væri lúsugur líka. Það er alltaf verið að segja að ég hati homma. Mér þykir vænt um Pál Óskar, hann byrjaði hjá mér og Hemma Gunn,“ segir Gylfi og bætti því við að hann hataði perra og barnaperra. „Það er eins og þið séuð að fara að leita að nál í heystakk og finna eitt eða tvö börn. Auðvitað er það perraskapur að ætla að hræra í sex ára börnum. Þjóðfélagið er svo hræðilegt. Göngurnar eiga að vera bannaðar innan 18 ára.“ Pétur sagði að Íslendingar hefðu veitt samkynhneigðum mikil réttindi og frelsi. Hann bætti síðan við hvort Óskari þætti ekki ástæðulaust að ögra gagnkynhneigðum með því að fara fram á það að sex ára gömul börn læri þessi fræði eins og hann orðaði það.Gylfi Ægisson fór mikinn í þættinum.Vísir„Eva Hlín Vilhjálmsdóttir lagði fram þessa tillögu. Þegar hún var í grunnskóla þá átti vinkona hennar tvær mæður. Þá var reglulega verið að eggja húsið þeirra og bara útaf því að hún átti tvær mæður. Það er ekki eins og Íslendingar hafi samið frið við hinsegin fólk. Það er ekki eins og þetta sé hópur sem þarf að semja frið við. Hinsegin fólk er ekki hópur sem mætir í einhverja kjaraviðræðu og það er réttur hvers barns að fá að alast upp án þess að verið sé að eggja heimili þess.“ Pétur spurði því næst Óskar hvort ekki væri hægt að hafa kennslu í mannréttindum hinsegin fólks í stað þess að vera með kynfræðslu fyrir sex ára börn. „Ég veit ekki af hverju er verið að tala um kynfræðslu fyrir sex ára börn. Það er aðeins þú og þínir hlustendur því þeir tengja allt við klám og kynlíf. Ég elska kærastann minn, ég er með honum af því elska hann, ekki af því ég elska typpi.“ Gylfi var spurður hvort það væru vísanir í kynlíf í Gleðigöngunni.„Þeir eru nú hættir leðurhommarnir. Ég prentaði fullt af myndunum og hér má sjá mann með typpið út úr buxunum. Bara þessi eina mynd sannar það,“ segir Gylfi og dregur því næst fram mynd af konu með písk. „Þetta er notað til að lemja fólk í ástarleikjum. Þarna spássera flottustu þingmenn og spaðar bæjarins og halda ekki vatni við þessu. Þarna er Sigríður Friðjónsdóttir [Ríkissaksóknari] á þríhjóli með kærustu sinni. Ég er alveg tilbúinn að fara í fangelsi fyrir mín orð. Saksóknari á að fara í fangelsi fyrir að brjóta lögin og hún gerir það sannarlega með þátttöku sinni í þessu,“ segir Gylfi og heldur áfram: „Ég finn til með hinsegin fólki, mér finnst það frekt og ég held að Páll Óskar sé brjálæður út í mig. Það er bara útaf því að ég er hreinskilinn maður og ætla að standa í þessu þar til ég dey.“
Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49
Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23