Innlent

Starfsmenn Fjársýslu ríkisins í ótímabundið verkfall

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Tæplega áttatíu prósent félagsmanna Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) greiddu í dag atkvæði með verkfalli. Ótímabundið verkfall mun því hefjast 11. maí, náist samningar ekki.

Ragnheiður Bóasdóttir, formaður félagsins, segir í tilkynningu að illt sé að svona sé komið. Nauðsynlegt hafi þó verið að bregðast við þeim skilaboðum sem samninganefnd ríkisins sendi með því að skila auðu á samningafundi með BHM, þrátt fyrir fyrirheit um annað.

Hún segir að veitt hafi verið undanþága til að greiða út barnabætur um næstu mánaðarmót og þar hafi félagið vilja leggja sitt af mörkum í erfiðri stöðu.

„Framkoma samninganefndar ríkisins gefur ekki tilefni til þess að félagsmenn Fjársýslu ríkisins gefi eftir í kröfum sínum og því er svona fyrir komið,“ segir hún í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×