Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 23:15 Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað, þar á meðal er Krisján Sívarsson. Vísir/Valli Kristján Sívarsson, Marteinn Jóhannsson og Ríkharð Ríkharðsson sæta ákæru fyrir að hafa í febrúar á síðasta ári veist í félagi að manni í íbúð hans þar sem þeir tóku meðal annars manninn kverkataki, slógu hann með leikjatölvu í andlitið og að hafa stungið hann með skærum í upphandleggina og axlir. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi. Í ákærunni segir að fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið þreifieymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini, mar yfir neðra augnloki og augabrún, bólgu yfir hægra hluta nefs, nefbrot, roða og eymsli í hálsi, mar og eymsli hægra megin á síðu, rifbeinsbrot og eymsli ofanvert á kvið, mar og eymsli á vinstra læri, sár neðan við hnéskel vinstra megin, mar og eymsli á vinstri olnboga, þrjú stungusár á hægri upphandlegg og eitt stungusár ofanvert á vinstri upphandlegg auk bólgu og roða á vinstri upphandlegg og áverka á hægri öxl. Samkvæmt ákærunni segir að hinir ákærðu hafi tekið og haft á brott með sér iPhone 5S síma, hleðslutæki fyrir símann, MacBook Pro fartölvu, Machintoch þráðlausa mús, þráðlaust lyklaborð, tvo flakkara, PlayStation leikjatölvu og leiki, Sony heimabíó og þrjá hátalara, kaffivél, íþróttatösku, íþróttafatnað og búnað sem var í töskunni, dúnúlpu, Adidas jakka, skyrtu, stígvél, sjónvarpsfjarstýringu, fartölvutösku, Dell bakpoka, kveikjuláslykla, Apple fjarstýringu, greiðslukort, fjögur úr auk skartgripa og hárskera og hárklippur. Málið hefur verið sameinað tveimur öðrum málum sem höfðuð hafa verið á hendur Kristjáni. Eitt þeirra mála er ákæra á hendur honum og tveimur nítján ára piltum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Tækni Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Kristján Sívarsson, Marteinn Jóhannsson og Ríkharð Ríkharðsson sæta ákæru fyrir að hafa í febrúar á síðasta ári veist í félagi að manni í íbúð hans þar sem þeir tóku meðal annars manninn kverkataki, slógu hann með leikjatölvu í andlitið og að hafa stungið hann með skærum í upphandleggina og axlir. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi. Í ákærunni segir að fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið þreifieymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini, mar yfir neðra augnloki og augabrún, bólgu yfir hægra hluta nefs, nefbrot, roða og eymsli í hálsi, mar og eymsli hægra megin á síðu, rifbeinsbrot og eymsli ofanvert á kvið, mar og eymsli á vinstra læri, sár neðan við hnéskel vinstra megin, mar og eymsli á vinstri olnboga, þrjú stungusár á hægri upphandlegg og eitt stungusár ofanvert á vinstri upphandlegg auk bólgu og roða á vinstri upphandlegg og áverka á hægri öxl. Samkvæmt ákærunni segir að hinir ákærðu hafi tekið og haft á brott með sér iPhone 5S síma, hleðslutæki fyrir símann, MacBook Pro fartölvu, Machintoch þráðlausa mús, þráðlaust lyklaborð, tvo flakkara, PlayStation leikjatölvu og leiki, Sony heimabíó og þrjá hátalara, kaffivél, íþróttatösku, íþróttafatnað og búnað sem var í töskunni, dúnúlpu, Adidas jakka, skyrtu, stígvél, sjónvarpsfjarstýringu, fartölvutösku, Dell bakpoka, kveikjuláslykla, Apple fjarstýringu, greiðslukort, fjögur úr auk skartgripa og hárskera og hárklippur. Málið hefur verið sameinað tveimur öðrum málum sem höfðuð hafa verið á hendur Kristjáni. Eitt þeirra mála er ákæra á hendur honum og tveimur nítján ára piltum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum.
Tækni Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira