Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2015 15:49 Helgi Hrafn sagði að þrátt fyrir fullkominn ósigur Gylfa Ægissonar sé uppi krafa um að síðunni Barnaskjól verði lokað. Vísir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“ Alþingi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“
Alþingi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira