Budenholzer valin besti þjálfari NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2015 15:00 Mike Budenholzer. Vísir/AFP Mike Budenholzer, þjálfari Atlanta Hawks, var í dag valinn besti þjálfari NBA-deildarinnar á þessu tímabili en undir hans stjórn náði liðið besta árangrinum í sögu félagsins. Budenholzer hafði betur í baráttunni við Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sem gerði frábæra hluti á sínu fyrsta ári sem þjálfari í deildinni.. Mike Budenholzer fékk 67 atkvæði í fyrsta sætið og samtals 513 stig frá þeim 130 íþróttafréttmönnum sem höfðu atkvæðisrétt að þessu sinni. Steve Kerr fékk 56 atkvæði í fyrsta sætið og alls 471 stig. Jason Kidd, þjálfari Milwaukee Bucks, var síðan þriðji með 57 stig. Golden State Warriors vann 67 leiki undir stjórn Steve Kerr sem er besti árangur þjálfara á fyrsta ári en liðið vann Vesturdeildina með yfirburðum. Það dugði samt ekki til að vera kosinn þjálfari ársins. Atlanta Hawks vann 60 af 82 leikjum undir stjórn Mike Budenholzer en þetta var hans annað tímabil með liðinu. Budenholzer var áður aðstoðarmaður Gregg Popovich hjá San Antonio Spurs til fjölda ára. Liðið bætti sig um 22 sigurleiki milli tímabila en Budenholzer hefur gjörbreytt leikstíl liðsins sem áður byggðist langmest á einstaklingsframtaki. Atlanta Hawks vann Austurdeildina á liðsheild og samvinnu en liðið hefur enga súperstjörnu innan sinna raða. Sex leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leik en enginn þeirra var með meira en 17 stig að meðaltali í leik. Atlanta Hawks hefur aldrei unnið svona marga leiki á einu tímabili en liðið bætti metin frá 1986-87 og 1993-94 um þrjá sigurleiki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1994 (Lenny Wilkens) sem Atlanta Hawks á besta þjálfara deildarinnar. Atlanta Hawks er komið í 1-0 á móti Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en leikur tvö er síðan annað kvöld. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Mike Budenholzer, þjálfari Atlanta Hawks, var í dag valinn besti þjálfari NBA-deildarinnar á þessu tímabili en undir hans stjórn náði liðið besta árangrinum í sögu félagsins. Budenholzer hafði betur í baráttunni við Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sem gerði frábæra hluti á sínu fyrsta ári sem þjálfari í deildinni.. Mike Budenholzer fékk 67 atkvæði í fyrsta sætið og samtals 513 stig frá þeim 130 íþróttafréttmönnum sem höfðu atkvæðisrétt að þessu sinni. Steve Kerr fékk 56 atkvæði í fyrsta sætið og alls 471 stig. Jason Kidd, þjálfari Milwaukee Bucks, var síðan þriðji með 57 stig. Golden State Warriors vann 67 leiki undir stjórn Steve Kerr sem er besti árangur þjálfara á fyrsta ári en liðið vann Vesturdeildina með yfirburðum. Það dugði samt ekki til að vera kosinn þjálfari ársins. Atlanta Hawks vann 60 af 82 leikjum undir stjórn Mike Budenholzer en þetta var hans annað tímabil með liðinu. Budenholzer var áður aðstoðarmaður Gregg Popovich hjá San Antonio Spurs til fjölda ára. Liðið bætti sig um 22 sigurleiki milli tímabila en Budenholzer hefur gjörbreytt leikstíl liðsins sem áður byggðist langmest á einstaklingsframtaki. Atlanta Hawks vann Austurdeildina á liðsheild og samvinnu en liðið hefur enga súperstjörnu innan sinna raða. Sex leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leik en enginn þeirra var með meira en 17 stig að meðaltali í leik. Atlanta Hawks hefur aldrei unnið svona marga leiki á einu tímabili en liðið bætti metin frá 1986-87 og 1993-94 um þrjá sigurleiki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1994 (Lenny Wilkens) sem Atlanta Hawks á besta þjálfara deildarinnar. Atlanta Hawks er komið í 1-0 á móti Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en leikur tvö er síðan annað kvöld.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira