Jarðrask á friðaðri Dyrhóley: RARIK gleymdi að láta Umhverfisstofnun vita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2015 18:12 Jarðrask í eyjunni. Myndir/Grétar Einarsson „Þeir gleymdu að tilkynna þetta til okkar og því fór sem fór. Þarna varð eitthvert jarðrask á friðuðu landi, skaðinn er skeður og lítið annað hjá okkur að gera en að fara austur og skoða aðstæður og meta í framhaldinu hvað við gerum. Eins og staðan er nú er ekki ljóst hver viðbrögð stofnunarinnar verða en farið var í framkvæmdir án leyfis stofnunarinnar,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur fengið nokkrar ábendingar vegna jarðrasks á Dyrhóley í Mýrdalshreppi á friðuðu landi. Málavextir eru þeir að RARIK lagði fyrir helgina jarðstreng frá vitanum á eyjunni að veginum í þeirri trú að öll leyfi væru til staðar, enda búið að fá samþykki hluta landeigenda en láðst hafði að fá leyfi Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun hafði í hyggju að leggja jarðstreng inn í Lágey Dyrhólaeyjar vegna byggingu salernishúss og hafði stofnunin á sínum tíma fengið tilskilin leyfi til þess. Var RARIK framkvæmdaraðili fyrir hönd Umhverfisstofnunar og hóf þær framkvæmdir fyrir helgi. Ekki lá fyrir beiðni fyrir lögninni að vitanum heldur einvörðungu að umræddu salerni.„Algjörlega ótrúlegt“ Þeir sem eru í ferðaþjónustu á Suðurlandi eru margir mjög hissa á vinnubrögðunum varðandi jarðstrenginn frá vitanum og hvernig farið hefur verið um friðaða landið. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá er einn þeirra. „Ég er alls enginn umhverfisfasisti, eins og sagt er, en mér finnst þetta algjörlega ótrúlegt,“ segir Friðrik. „Þetta hlýtur að hafa afleiðingar. Þessar framkvæmdir á Dyrhólaey hljóta hins vegar jafnframt að vera háðar leyfi frá Umhverfisstofnun, en hver átti að hafa eftirlit með þeim? Hvort þetta tengist svo leigu Icelandair Hótels á vitanum í Dyrhólaey er svo önnur saga.“ Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið í dag og sagði að það væru engar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í Dyrhóley. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Þeir gleymdu að tilkynna þetta til okkar og því fór sem fór. Þarna varð eitthvert jarðrask á friðuðu landi, skaðinn er skeður og lítið annað hjá okkur að gera en að fara austur og skoða aðstæður og meta í framhaldinu hvað við gerum. Eins og staðan er nú er ekki ljóst hver viðbrögð stofnunarinnar verða en farið var í framkvæmdir án leyfis stofnunarinnar,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur fengið nokkrar ábendingar vegna jarðrasks á Dyrhóley í Mýrdalshreppi á friðuðu landi. Málavextir eru þeir að RARIK lagði fyrir helgina jarðstreng frá vitanum á eyjunni að veginum í þeirri trú að öll leyfi væru til staðar, enda búið að fá samþykki hluta landeigenda en láðst hafði að fá leyfi Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun hafði í hyggju að leggja jarðstreng inn í Lágey Dyrhólaeyjar vegna byggingu salernishúss og hafði stofnunin á sínum tíma fengið tilskilin leyfi til þess. Var RARIK framkvæmdaraðili fyrir hönd Umhverfisstofnunar og hóf þær framkvæmdir fyrir helgi. Ekki lá fyrir beiðni fyrir lögninni að vitanum heldur einvörðungu að umræddu salerni.„Algjörlega ótrúlegt“ Þeir sem eru í ferðaþjónustu á Suðurlandi eru margir mjög hissa á vinnubrögðunum varðandi jarðstrenginn frá vitanum og hvernig farið hefur verið um friðaða landið. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá er einn þeirra. „Ég er alls enginn umhverfisfasisti, eins og sagt er, en mér finnst þetta algjörlega ótrúlegt,“ segir Friðrik. „Þetta hlýtur að hafa afleiðingar. Þessar framkvæmdir á Dyrhólaey hljóta hins vegar jafnframt að vera háðar leyfi frá Umhverfisstofnun, en hver átti að hafa eftirlit með þeim? Hvort þetta tengist svo leigu Icelandair Hótels á vitanum í Dyrhólaey er svo önnur saga.“ Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið í dag og sagði að það væru engar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í Dyrhóley.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira