Píratar vilja segja sig úr alþjóðasamtökum Anna Guðjónsdóttir skrifar 20. apríl 2015 15:39 Píratar telja að PPI skorti þau grunngildi sem Píratar á Íslandi starfa eftir. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti Pírata eru fylgjandi úrsögn úr alþjóðasamtökum Pírata. Kosning fór fram á vef flokksins í gær þar sem félagar Pírata sem skráðir eru í kosningakerfi þeirra gátu kosið um úrsögn úr alþjóðasamtökunum Pirate Parties International. 41 greiddu atkvæði og lauk kosningunum með því að 97,5 prósent voru fylgjandi úrsögn. „Ákvörðunin um að semja þessa ályktun var tekin einfaldlega vegna þess að PPI skortir algjörlega þau grunngildi og ferla sem Píratar á Íslandi starfa eftir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að breyta lögum PPI og starfsemi samtakanna hefur það ekki gengið,“ segir Arnaldur Sigurðarson, en hann situr í framkvæmdaráði Pírata. Hann tekur fram að eftir fimm ára starf hefur lítið gerst hjá samtökunum og því telji Píratar á Íslandi að tími sé kominn fyrir nýtt alþjóðastarf með öflugum Pírötum í gegnum aðrar leiðir en í samstarfi við PPI.Arnaldur Sigurðarson segir augljóst að Píratar vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi.Arnaldur segir að hlutverk PPI ætti að vera að efla alþjólegt samstarf Pírata. „Hingað til hafa samtökin verið ansi slöpp við að koma slíku samstarfi af stað. Píratar í Bretlandi og Ástralíu hafa þegar sagt sig úr samtökunum og í kjölfarið skapaðist umræða hjá Pírötum á Íslandi hvort það væri þess virði að halda þessu samstafi áfram,“ segir Arnaldur. „Nokkrir innan Pírata hafa verið virkir í samskiptum við aðra meðlimi erlendis um stöðu alþjóðasamstarfs. Markmiðið virðist vera að skapa öðruvísi vettvang sem gerir alþjóðasamstarf auðveldara og meira í takt við grunngildi Pírata sem skortir hjá PPI. Þetta er ennþá í vinnslu og erfitt að segja til um hvernig sá vettvangur kemur til með að líta út,“ segir Arnaldur. Arnaldur telur ljóst að eftir kosningarnar í gær að Píratar hér á landi vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi við aðra flokka sem séu sammála þeirra grunngildum. Um 1443 meðlimir voru skráðir í flokkinn í lok mars, en að sögn Arnaldar hafa þó ekki allir meðlimir ákveðið að gerast þátttakendur í kosningakerfinu. Tengdar fréttir Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. 10. apríl 2015 11:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti Pírata eru fylgjandi úrsögn úr alþjóðasamtökum Pírata. Kosning fór fram á vef flokksins í gær þar sem félagar Pírata sem skráðir eru í kosningakerfi þeirra gátu kosið um úrsögn úr alþjóðasamtökunum Pirate Parties International. 41 greiddu atkvæði og lauk kosningunum með því að 97,5 prósent voru fylgjandi úrsögn. „Ákvörðunin um að semja þessa ályktun var tekin einfaldlega vegna þess að PPI skortir algjörlega þau grunngildi og ferla sem Píratar á Íslandi starfa eftir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að breyta lögum PPI og starfsemi samtakanna hefur það ekki gengið,“ segir Arnaldur Sigurðarson, en hann situr í framkvæmdaráði Pírata. Hann tekur fram að eftir fimm ára starf hefur lítið gerst hjá samtökunum og því telji Píratar á Íslandi að tími sé kominn fyrir nýtt alþjóðastarf með öflugum Pírötum í gegnum aðrar leiðir en í samstarfi við PPI.Arnaldur Sigurðarson segir augljóst að Píratar vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi.Arnaldur segir að hlutverk PPI ætti að vera að efla alþjólegt samstarf Pírata. „Hingað til hafa samtökin verið ansi slöpp við að koma slíku samstarfi af stað. Píratar í Bretlandi og Ástralíu hafa þegar sagt sig úr samtökunum og í kjölfarið skapaðist umræða hjá Pírötum á Íslandi hvort það væri þess virði að halda þessu samstafi áfram,“ segir Arnaldur. „Nokkrir innan Pírata hafa verið virkir í samskiptum við aðra meðlimi erlendis um stöðu alþjóðasamstarfs. Markmiðið virðist vera að skapa öðruvísi vettvang sem gerir alþjóðasamstarf auðveldara og meira í takt við grunngildi Pírata sem skortir hjá PPI. Þetta er ennþá í vinnslu og erfitt að segja til um hvernig sá vettvangur kemur til með að líta út,“ segir Arnaldur. Arnaldur telur ljóst að eftir kosningarnar í gær að Píratar hér á landi vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi við aðra flokka sem séu sammála þeirra grunngildum. Um 1443 meðlimir voru skráðir í flokkinn í lok mars, en að sögn Arnaldar hafa þó ekki allir meðlimir ákveðið að gerast þátttakendur í kosningakerfinu.
Tengdar fréttir Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. 10. apríl 2015 11:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. 10. apríl 2015 11:00